Vantar bara stimpilinn

Veitingamenn sem eru að hefja rekstur finna sárlega fyrir verkföllum þessa dagana. Þeir Eyþór Mar og Gunnsteinn Helgi hugðust opna staðinn Public House á Laugavegi um síðustu mánaðarmót en hafa ekki getað það þar sem stimpil vantar frá lögfræðingi Sýslumannsins í Reykjavík og þurfa að vísa kúnnum frá á hverjum degi.

Þeir tóku við staðnum sama dag og verkföllin hófust og gerðu ráð fyrir að það gæti tekið svipaðan tíma að gera staðinn tilbúinn og fyrir deiluaðila að ná saman, það reyndist töluverð bjartsýni.

Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík eru staðir sem eru að sækja um rekstrarleyfi í fyrsta sinn, þar sem fullnægjandi umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum, en leyfi hafa ekki verið gefin út hjá fjórir.

mbl.is kíkti staðinn þar sem allt er til alls nema stimpillinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert