300 leggja niður störf í Leifsstöð

Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að ...
Ef verkföllin skella á má gera ráð fyrir því að flugsamgöngur til og frá landinu muni lamast. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gert er ráð fyrir því að um 300 manns sem starfa við flugafgreiðslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar muni leggja niður störf í verkfallsaðgerðum Flóabandalagsins 31. maí og 1. júní.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðbrandi Einarssyni, formanni Verslunarmannafélags Suðurnesja munu aðgerðirnar hafa gífurleg áhrif og þá aðallega þegar það kemur að fluginnritun og flutnings farangurs inn í flugvélar.  Ef ekki næst að semja hefjast aðgerðirnar á miðnætti 31. maí og standa til miðnættis 1. júní en allsherjarverkfall á að hefjast 6. júní.

Að sögn Guðbrands eru það bæði félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis sem leggja niður störf. Guðbrandur telur mjög líklegt að aðgerðirnar muni lama alla starfsemi flugstöðvarinnar.

Mun lama flugsamgöngur

„Ég myndi halda að það verði erfitt að halda út starfsemi í Leifsstöð þessa daga. Auðvitað er það leyfilegt samkvæmt lögum að yfirmenn og forstjórar og slíkt gangi í störf undirmanna en ég efast um að þeir séu nógu margir til þess að innrita og bera töskurnar,“ segir Guðbrandur í samtali við mbl.is.

En það eru ekki aðeins þeir sem starfa við innritun og töskur sem leggja niður störf. „Það eru stærstu hóparnir en til dæmis munu þeir sem sjá um að fylla á vínið og matinn í vélunum leggja líka niður störf og jafnframt þeir sem þrífa vélarnar. Það eru auðvitað líka stórir hópar,“ segir Guðbrandur. „Það má reikna með þvi að þetta lami flugsamgöngur til og frá landinu.“

Aðspurður hvort hann sé áhyggjufullur yfir stöðunni sem er nú komin upp svarar Guðbrandur því játandi. „Ég er auðvitað áhyggjufullur yfir því að við skulum ekki ná samningi. Það er okkar hlutverk að ná samningi en það gengur ekki eins og þetta lítur út núna. En við höldum bara áfram að tuða og finnum lausn á þessu.“

Hafa ekki breytt áætlunum sínum

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair og Wow Air hafa flugfélögin ekki tekið ákvarðanir um breytingar á flugáætlunum eða um önnur viðbrögð við mögulegum verkfallsaðgerðum.

„Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að breyta áætlunum okkar fyrir þessa tvo daga, þær eru óbreyttar. Við vonumst til þess að það náist að semja og erum bjartsýn á að það komi ekki til truflana. Ef þannig fer snýst okkar starf um það að koma öllum viðskiptavinum áfangastað með eins lítilli röskun og hægt er,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air tekur í sama streng. Hún segir að flugfélagið hafi ekki breytt áætlunum sínum yfir þessa daga.

„Farþegar hafa þó nokkuð hringt í þjónustuverið okkar og spurst fyrir um verkfallið. Við höfum þó ekki orðið vör við það að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil,“ segir Svanhvít og bætir við að flugfélagið muni aðstoða alla farþega eins og kostur ef er að verkfalli verður. Að sögn Svanhvítar mun öll aðstoð taka mið af reglugerð Samgöngustofu um réttindi flugfarþega í verkföllum. Þar kemur m.a. fram að þegar flugi er aflýst vegna verkfalls á farþegi rétt á að velja um endurgreiðslu eða fá breytingu á flugleið. Farþegi á þannig alltaf rétt á endurgreiðslu á fullu miðaverði við aflýsingu flugs.

Hér má sjá vef Samgöngustofu þegar það kemur að réttindum flugfarþega í verkföllum. 

Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar ...
Icelandair hefur ekki breytt áætlun sinni þá daga sem aðgerðirnar standa yfir.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
Wow Air hefur bent viðskiptavinum sínum á reglugerð Samgöngustofu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi.  Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoð við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Íslendingur í haldi í Malaga

05:33 Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk. Meira »

Umferðin gæti tafið sjúkraflutningana

05:30 Gangi áform um stóraukna notkun almenningssamgangna við nýja Landspítalann ekki upp gæti það torveldað sjúkraflutninga.  Meira »

Stökkbreytt gen eykur hættu á sortuæxli

05:30 Sortuæxli er það krabbamein sem hefur hvað mesta ættgengistilhneigingu að sögn Hildar Bjargar Helgadóttur krabbameinslæknis. Stökkbreyting í geninu CDKN2A getur legið í ættum og þeir einstaklingar sem eru með hana eru í meiri hættu á að fá sortuæxli. Meira »

Óska eftir úttekt á starfinu í Krýsuvík

05:30 Stjórn Krýsuvíkursamtakanna hefur óskað eftir að embætti landlæknis geri úttekt á starfsemi Meðferðarheimilisins í Krýsuvík.  Meira »

VG heldur forval við val á lista í borginni

05:30 Vinstri-græn í Reykjavík ákváðu á félagsfundi í gærkvöldi að halda rafrænt forval við val á lista flokksins í borginni fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Kalt um allt land á morgun

Í gær, 22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

Í gær, 22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

Í gær, 21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

Í gær, 21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

Í gær, 20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

Í gær, 19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

Í gær, 19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

Í gær, 19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

Í gær, 19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

Í gær, 19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gámasliskjur
Eigum nokkrar nýjar gámasliskjur fyrir 6000 kg burðargetu. Eru á lager og til a...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...