Stóraukið framboð á flugferðum til N-Ameríku

Alls verða 20.956 flugsæti í boði frá Íslandi í viku hverri til 13 borga í Norður-Ameríku með íslensku flugfélögunum Icelandair og WOW air í sumar. Brottfarirnar eru 295 samtals á viku. Icelandair er með 284 ferðir frá Keflavík til Norður-Ameríku og WOW air er með 11 ferðir í hverri viku. Norrænu flugfélögin SAS og Norwegian fljúga til mun færri borga í Norður-Ameríku. SAS flýgur til 5 borga, New York, San Francisco, Chicago, Houston og Washington. Norwegian flýgur til 4 borga núna sem eru New York, Orlando, Miami og Fort Lauderdale en í haust bætist Las Vegas við sem áfangastaður. Norðurlandabúar geta því komist til 19 borga alls í Norður-Ameríku með þessum fjórum flugfélögum.

Fleiri borgir að bætast við

Á vefsíðunni Check-In kemur fram að Icelandair sé stærra en Norwegian og SAS þegar kemur að sætaframboði í flugi til Norður-Ameríku í sumar og sé því orðið alvöru keppinautur í samkeppninni. Tiltekið er að Boston sé vinsælasti áfangastaðurinn hjá Icelandair en þangað sé flogið þrisvar á dag auk þess sem flug til New York sé einnig þrisvar á dag þar sem tvær flugferðir eru farnar á JFK-flugvöllinn og ein flugferð á Newark. SAS og Norwegian bjóða samanlagt tæplega 47 þúsund sæti vikulega í 186 brottförum fram og til baka til átta borga.

Icelandair ætlar að bæta við fleiri áfangastöðum í Norður-Ameríku en nú þegar eru 18.756 sæti í boði vikulega frá Keflavík. Í gær hófst flug til Portland og tilkynnt hefur verið að Chicago bætist við í mars á næsta ári. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vöxturinn í Ameríku-fluginu byggist á leiðakerfi Icelandair og tengiflugi milli Norður-Ameríku og Evrópu. „Með aukinni tíðni og fjölda áfangastaða styrkist starfið jafnt og þétt. Þetta gefur íslenskri ferðaþjónustu stóraukinn markaðsaðgang.“ Spurður um sætanýtingu segir Guðjón að allt gangi samkvæmt áætlunum um þessar mundir.

Stefnir í 90% sætanýtingu

WOW air flýgur til tveggja borga í Norður-Ameríku, Boston og Washington DC. Að sögn upplýsingafulltrúa félagsins, Svanhvítar Friðriksdóttur, eru áform um að bæta við fleiri áfangastöðum á næsta ári. Flugfélagið flýgur núna 6 sinnum í viku til Boston og 5 sinnum í viku til Washington. WOW air er með samtals 2.200 sæti vikulega frá Keflavík til Norður-Ameríku, 1.200 sæti eru í boði á viku til Boston og 1.000 sæti til Washington DC. „Þegar við hófum sölu á ferðum til Norður-Ameríku í október á síðasta ári ætluðum við eingöngu að fljúga fjóra mánuði á ári og þrisvar í viku til Washington DC en áfangastaðurinn gekk mun betur en við héldum í fyrstu og var því ákveðið í janúar að fljúga þangað allan ársins hring og var bætt við einu flugi á viku.“ Svanhvít segir að í haust verði tilkynnt um nýja áfangastaði í Ameríku sem verður byrjað að fljúga til á næsta ári. „Við reiknum með að meira en tvöfalda framboð okkar á næsta ári til Norður-Ameríku.“ Á þessu ári er gert ráð fyrir að 120 þúsund sæti verði í boði hjá WOW air til Norður-Ameríku og segir Svanhvít að stefni í 90% sætanýtingu í maí og í sumar.

Tæplega 21.000 flugsæti eru í boði til Norður-Ameríku frá Keflavík.
Tæplega 21.000 flugsæti eru í boði til Norður-Ameríku frá Keflavík.
WOW flýgur m.a. til Washington.
WOW flýgur m.a. til Washington. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Björguðu ketti ofan af þaki

08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

Í gær, 23:15 Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Í gær, 21:45 Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Loksins gekk potturinn út

Í gær, 19:56 Loksins gekk lottópotturinn út en hann var áttfaldur í kvöld og nam alls 131 milljón króna. Fimm miðaeigendur voru með allar tölur réttar og fær hver þeirra rúmlega 26 milljónir króna í sinn hlut. Meira »

Stormviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 19:41 Gefin hefur verið út gul stormviðvörun um sunnan- og vestanvert landið á morgun en spáð er 30-35 m/s í hviðum á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og Eyjafjöllum. Höfuðborgarbúar eru beðnir um að ganga frá lausum munum, svo sem garðhúsgögnum og trampólínum til að forðast tjón. Meira »

Terturnar komu í lögreglufylgd

Í gær, 19:23 Brauðterturnar sem tóku þátt í brauðtertusamkeppni í Listasafni Reykjavíkur í dag komu til keppni í lögreglufylgd. Alls voru brauðterturnar 17 talsins sem tóku þátt í keppninni, að sögn Erlu Hlynsdóttur, sem var í dómnefnd keppninnar. Meira »

Kæra niðurfellingu máls

Í gær, 18:35 Foreldar ungrar konu sem lést í kjölfar afskipta lögreglu af henni í apríl síðastliðnum hafa kært ákvörðun héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins til ríkissaksóknara. Meira »

7203 hlupu 10 km

Í gær, 18:06 Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í 36.sinn í frábæru hlaupaveðri í dag. Til þátttöku voru skráðir 14.667 hlauparar á öllum aldri. Þátttökumet var sett í 10 km hlaupinu þar sem 7203 tóku þátt og 3 km skemmtiskokki þar sem 2436 voru skráðir til þátttöku. Meira »

Mikil gleði í miðborginni

Í gær, 18:06 „Við erum bara í hæstu hæðum. Þetta hefur gengið alveg ótrúlega. Ótrúlega mikið af fólki, sólin að skína á okkur og mikið af viðburðum út um allt. Þannig að við erum alveg ótrúlega sátt og glöð,“ segir Björg Jónsdóttir, verkefnisstjóri menningarnætur, í samtali við mbl.is. Meira »

Tekur hart á unglingadrykkju

Í gær, 16:44 Lögreglan mun taka hart á drykkju unglinga á Menningarnótt og biður foreldra um að taka þátt í að koma í veg fyrir hana. Unglingar yngri en 16 ára verða færðir í athvarf séu þeir úti eftir lögboðinn útivistartíma. Meira »

Fólk eigi að geta notað peninga

Í gær, 16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

Í gær, 16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár, en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

Í gær, 15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

Í gær, 14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

Í gær, 14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Í gær, 13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

Í gær, 13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...
Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...