Gunnar Bragi tók á móti HeForShe verðlaununum

Khetsiwe Dlamini hjá UN Women afhenti Gunnari Braga verðlaunin.
Khetsiwe Dlamini hjá UN Women afhenti Gunnari Braga verðlaunin. UN Women/Ryan Brown

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra tók í gær við HeForShe verðlaunum UN Women en þau eru veitt því landi sem stendur sig best í að fá karla og drengi til liðs við jafnréttisbaráttuna.

Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu hefur næstum einn af hverjum tólf íslenskra karlmanna á aldrinum 15-64 ára gengið til liðs við hina alþjóðlegu HeforShe herferð og talaði Khetsiwe Dlamini hjá UN Women um hversu gott fordæmi slíkt væri fyrir önnur lönd í heiminum.

Nefndi hún sérstaklega hversu hrifin hún væri af átaki Íslensku Landsnefndar UN Women og hvatti hún alla íslenska karlmenn til að ganga til liðs við HeforShe á heforshe.is

Fyrri fréttir mbl.is:

Íslenskir karlmenn vöktu heimsathygli

Finna fyr­ir meðbyr frá karl­mönn­um

Íslensk­ir karl­menn skara fram úr

Hér má sjá verðlaunin.
Hér má sjá verðlaunin. UN Women/Ryan Brown
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. UN Women/Ryan Brown
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert