Rammaáætlunin enn án úrlausnar

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis
Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis

Sú ákvörðun að taka rammaáætlun um orkunýtingu af dagskrá þingsins tengist ekki samkomulagi um þingstörf Alþingis, heldur var dagskrá þingsins í kvöld og á morgun opnuð fyrir þau mál sem eru óumdeild þvert á þingflokka. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is.

Í kvöld var rammaáætlunin tekin af dagskrá, en Einar segir að málið sé ekki horfið og enn eigi það eftir að fá úrlausn. Sagði hann að það væri samróma álit allra þingflokksformanna að taka nú rammaáætlunina af dagskrá og setja óumdeild mál framar. Þar á hann við mál sem hafa sameiginlegt nefndarálit eða bara eitt nefndarálit.  

Segir hann að önnur mál sem ekki séu óumdeild verði sett á dagskrár þingsins í lok þess og vonast hann til þess að þetta verði til þess að menn komist til botns í því hvernig hægt verður að nálgast erfiðu málin á næstunni. Á morgun hefst þingfundur á ný klukkan 10 um morguninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert