Hönnuðu glæsilegan íþróttavöll í Noregi

Fyrsta stórmótið á vellinum var um helgina. Hlaupabrautir eru átta. …
Fyrsta stórmótið á vellinum var um helgina. Hlaupabrautir eru átta. Aðstaða er fyrir allar frjálsíþróttir, síðar verður þar líka skautavöllur.

Íslenskir verkfræðingar hafa verið duglegir að ná sér í verk í Noregi og um hvítasunnuhelgina var tekinn í notkun nýr og afar fullkominn frjálsíþróttavöllur, hannaður af VSÓ Ráðgjöf, í borginni Hamar.

Um er að ræða fullbúinn íþróttavöll með aðstöðu fyrir allar greinar frjálsra íþrótta, þar á meðal 8 hlaupabrautir, langstökksgryfjur, platta fyrir kúluvarp og sleggjukast og skautavöll sem kláraður verður síðar.

Nær 30 þúsund manns búa í Hamar sem er í austanverðum Noregi, um 100 km norðan við Ósló. Fyrirtækið hefur annast mörg verkefni fyrir sveitarfélagið eftir að rammasamningur var gerður við það árið 2011, íþróttavöllurinn er hins vegar verkefni sem fór í almennt útboð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert