„Hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi“

Þórey Vilhjámsdóttir leggur nú áherslu á að gera hluti sem …
Þórey Vilhjámsdóttir leggur nú áherslu á að gera hluti sem veita henni innblástur. Hún stundar hugleiðslu og keppti nýverið í sinni fyrstu hjólreiðakeppni. Árni Sæberg

Þórey Vilhjálmsdóttir fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra tók meðvitaða ákvörðun um að hleypa gleðinni inn í líf sitt að nýju eftir stormasamt síðasta ár sem lekamálið og skilnaður settu mark sitt á. 

Í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina ræðir Þórey í fyrsta sinn um sína upplifun af lekamálinu eftir að hún og Hanna Birna Kristjánsdóttir gengu saman út úr innanríkisráðuneytinu í nóvember 2014 í kjölfar þess að Gísli Freyr Valdórsson, hinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu, viðurkenndi að hafa lekið persónuupplýsingum um skjólstæðinga ráðuneytisins til fjölmiðla. 

„Þetta mál er með svo miklum ólíkindum að ég held að ef ég sæi bíómynd um það þá myndi mér finnast hún ótrúleg. Í þessu máli er sannleikurinn ótrúlegri en nokkur lygasaga. Við unnum gríðarlega náið saman á hverjum degi og hann vissi mjög mikið um mitt líf og það sem ég var að ganga í gegnum á þessum tíma - það særði mig mikið að hugsa til þess eftirá að hann skyldi ekki stíga fram fyrr.

Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um, og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi.

En þótt öll þessi reynsla frá síðasta ári hafi veriðsársaukafull þá er ég búin að dýpka mjög margt í mínu lífi sem ég hefði annars ekki gert,“ segir Þórey meðal annars í viðtalinu sem lesa má í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »