Munnlegur máflutningur í SPRON-máli

Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu.
Frá aðalmeðferð í SPRON-málinu. mbl.is/Styrmir Kári

Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svonefnda hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Birgir Jónasson, saksóknari í málinu, hefur leik en í kjölfarið munu verjendur sakborninganna flytja mál sitt. Málflutningurinn mun standa yfir í dag.

Vitnaleiðslum lauk síðdegis í gær, en aðalmeðferðin í málinu hófst á mánudaginn.

Fjór­ir fyrr­ver­andi stjórn­ar­menn SPRON, þau Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist, sem og fyrr­ver­andi sparis­sjóðstjóri SPRON, Guðmund­ur Örn Hauks­son, eru ákærð í mál­inu fyr­ir umboðssvik.

Þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans í veru­lega hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar þau samþykktu á stjórn­ar­fundi SPRON hinn 30. sept­em­ber 2008 að veita hluta­fé­lag­inu Ex­istu tveggja millj­arða króna pen­inga­markaðslán án trygg­inga og án þess að meta greiðslu­getu og eigna­stöðu fé­lags­ins í sam­ræmi við út­lána­regl­ur spari­sjóðsins.

Tel­ur sak­sókn­ari óhjá­kvæmi­legt að líta svo á að brot ákærðu hafi verið stór­felld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert