Geirvörturnar frelsaðar á Austurvelli

Þessar stúlkur úr MR tóku þátt í Free The Nipple ...
Þessar stúlkur úr MR tóku þátt í Free The Nipple átakinu í mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæplega 1100 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll laugardaginn 13. júní en þá fer fram viðburður í nafni Free The Nipple byltingarinnar. Er markmiðið að afklámvæða geirvörtuna og eru konur hvattar til þess að vera þær sjálfar á Austurvelli, hvort sem þær kjósa að vera í brjóstahaldara, án hans, eða berar að ofan.

„Þetta snýst aðallega um að búa til rými fyrir stelpur og konur til þess að koma saman og vera þær sjálfar,“ segir Stefanía Pálsdóttir, en hún stendur að viðburðinum ásamt Guðbjörgu Ríkeyju Thoroddsen Hauksdóttur.

Á Austurvelli verða jafnframt tónlistaratriði og ræðuhöld en Stefanía segir að leitast verði eftir því að hafa afslappaða stemmningu. Viðburðurinn fékk styrk frá Mannréttindasjóði og segir Stefanía það breyta miklu. „Ríkið er greinilega með á nótunum um hvað þarf að gerast og það breytir miklu að fá styrk.“

Góð og jákvæð viðbrögð

Að sögn Stefaníu var viðburðurinn gerður á Facebook í byrjun mars en dagsetningin ákveðin fyrir um tveimur vikum síðan. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Við höfum fengið alveg rosalega góð og jákvæð viðbrögð. Hönnuðurinn Sunna Ben hannaði fyrir okkur lógó sem hefur verið sett á boli sem verða til sölu. Þeir eru hugsaðir fyrir þær sem vilja sýna málstaðnum lið en vilja kannski ekki vera berar að ofan.“

26. mars á þessu ári var byltingakenndur dagur í ljósi þess að þá tóku mörg hundruð íslenskar konur sig til og „frelsuðu geirvörtuna“. Margar birtu myndir af berum brjóstum sínum á samfélagsmiðlum eins og Twitter en aðrar tóku þetta lengra og fóru út ýmist berbrjósta eða brjóstahaldaralausar. Stúlkur í menntaskólum borgarinnar voru sérstaklega áberandi í byltingunni sem skapaði mikla umræðu og voru flestir sammála um að hún hefði hrært hressilega upp í samfélaginu.

Magnað að fylgjast með síðustu mánuði

Stefanía segir að Free The Nipple byltingin hér á landi hafi breytt gífurlega miklu fyrir ungar konur. „Það er búið að vera magnað að fylgjast með síðustu mánuði og hvað er búið að vera í gangi. Eins og bara #6dagsleikinn og #þöggun,“ segir Stefanía en það eru tvö myllumerki sem hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Merkinu #6dagsleikinn var ætlað að varpa ljósi á kynjamisrétti í hversdagsleikanum og rekur það uppruna sinn til málþings nemenda í kynjafræði en #þöggun hefur verið áberandi undanfarna daga eftir að meðlimir lokuðu Facebook síðunnar Beauty Tips hófu að deila sögum af kynferðisofbeldi undir myllumerkinu.

Stefanía segir að Free The Nipple byltingin hafi augljóslega haft áhrif á hugsunarhátt Íslendinga. „Það er eitthvað að gerast, það er alveg greinilegt. Ég held að þessi dagur í mars hafi líka búið til rosalega góðan grundvöll fyrir samræðu í samfélaginu sem þurfi svo að eiga sér stað um kvenlíkamann. Við höfum líka sent út þau skilaboð að byltingin var ekki eitthvað sem stóð yfir í nokkra daga. Þetta var ekki eitthvað þar sem  allir voru að sýna geirvörturnar í þrjá daga, þetta heldur áfram.“

Aðspurð hvort að hún og Guðbjörg ætli að standa fyrir fleiri viðburðum í þessum dúr í sumar segir Stefanía það mögulegt. „Það er aldrei að vita með fleiri viðburði, við erum með ýmislegt í bíðgerð.“

Viðburðurinn á Facebook.

Stefanía Pálsdóttir
Stefanía Pálsdóttir Úr einkasafni
Guðbjörg Thoroddsen Hauksdóttir
Guðbjörg Thoroddsen Hauksdóttir Ljósmynd úr einkasafni.
Gleðin var við völd á Free The Nipple deginum.
Gleðin var við völd á Free The Nipple deginum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Maður sex kynslóða fyrir vestan

Í gær, 23:22 Vilberg Valdal Vilbergsson, heiðursborgari Ísafjarðarbæjar frá því í fyrra, er svo sannarlega maður kynslóðanna. Hann byrjaði að spila á harmoniku á böllum á Flateyri, þegar hann var á fermingaraldri, og spilar enn, tæplega 80 árum síðar. Meira »

Eyþór vill ummælin til forsætisnefndar

Í gær, 23:01 Eyþór Arnalds segir rangt að borgarfulltrúar hafi fengið áminningu frá siðanefnd Sambands sveitarfélaga og hefur óskað eftir því að ummæli æðstu embættismanna borgarinnar um kjörna fulltrúa í lokuðum Facebook-hóp borgarstarfsmanna verði tekin til skoðunar hjá forsætisnefnd. Meira »

Sundlaugum lokað vegna eldingahættu

Í gær, 22:18 Grípa þurfti til ráðstafana vegna veðurfarsins í höfuðborginni í kvöld, en þar var mikið um þrumur og eldingar. Loka þurfti sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu vegna eldingahættu, að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki „verkstjóri eða siðameistari“

Í gær, 22:16 „Ef maður les þetta nákvæmlega þá má finna þarna hótanir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrif Stefáns Eiríkssonar borgarritara í lokaðan hóp starfsfólks Reykjavíkurborgar í dag. Meira »

Verkakonur í verkfall 8. mars

Í gær, 21:52 Samninganefnd Eflingar samþykkti á fundi sínum í kvöld að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar. Þá samþykkti Verkalýðsfélag Grindavíkur að veita formanni þess umboð til þess að skipuleggja verkfallsaðgerðir. Meira »

Magapest tekur á allan líkamann

Í gær, 21:32 Sjálfsagt hafa allir lent í því að fá niðurgang sem oft fylgja uppköst. Þetta er óskemmtileg vanlíðan sem tekur á allan líkamann. Yfirleitt er þetta kallað að fá magapest og oftast er þetta merki um veirusýkingu í þarmi, en fleira kemur til greina. Meira »

Segir hegðun borgarfulltrúa fordæmalausa

Í gær, 21:20 „Margt starfsfólk hefur komið til mín vegna framgöngu borgarfulltrúa,“ segir Stefán Eiríksson borgarritar í samtali við mbl.is. Hann skrifaði pistil í lokaðan hóp starfsmanna Reykjavíkur á Facebook í dag þar sem hann segir fáeina borgarfulltrúa ítrekað hafa vænt starfsfólk borgarinnar um óheiðarleika. Meira »

Verkfallsaðgerðir í eðli sínu alvarlegar

Í gær, 21:04 „Þetta er náttúrulega alvarleg staða og ég hvet aðila til þess að nýta þann tíma sem er framundan að reyna sitt ýtrasta til að ná samningum, því verkfallsaðgerðir eru í eðli sínu alvarlegar og getur ekki verið óskastaða neins,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is. Meira »

Öll skilyrði fyrir góðri niðurstöðu

Í gær, 20:22 „Það hefur lengi verið ljóst að það væri alvarleg staða, langt á milli aðila í langan tíma og það er erfitt að segja að það komi á óvart að við höfum ratað á þennan stað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við mbl.is inntur álits á stöðunni á vinnumarkaði. Meira »

Feimnismál í fyrstu en nú sjálfsagt mál

Í gær, 20:05 Skráning á kyni viðmælenda var feimnismál í fyrstu en er nú sjálfsagt mál. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Steinunnar Þórhallsdóttur, framkvæmdastjóra framleiðslu og ferla hjá RÚV, í tilefni af Fjölmiðladegi Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), sem er í dag. Meira »

Stjónvöld og SA láti af hroka

Í gær, 19:53 Framsýn stéttarfélag skorar á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins að láta af þeim hroka sem endurspeglast í tillögum þeirra um skattamál, velferðarmál og launahækkanir til lausnar á kjaradeilunni. Meira »

Þrumur og eldingar í djúpri lægð

Í gær, 19:30 „Þetta virðist vera fylgifiskur þessarar djúpu lægðar sem er hérna vestur af landinu,“ segir Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is um þrumur og eldingar sem fólk hefur orðið vart við á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. Meira »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

Í gær, 18:20 Það að að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Neitar því ekki að hafa átt við mæla

Í gær, 18:00 Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion segir að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en neitar því ekki að bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður. Hann segir fólk ekki hrifið af of mikið keyrðum bílum. Meira »

Kona slasaðist í Hrafnfirði

Í gær, 17:55 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður. Meira »

Öflugri blóðskimun nauðsynleg

Í gær, 17:50 Reynslan af því að hverfa frá algjöru banni við blóðgjöfum karla, sem stunda kynlíf með öðrum körlum, og heimila þær af því gefnu að gjafi hafi ekki stundað kynmök í sex til 12 mánuði hefur ekki gefið tilefni til þess að efast um öryggi blóðgjafarinnar. Meira »

„Engin heilsa án geðheilsu“

Í gær, 17:35 „Það er mik­il aðsókn í sál­fræðiþjón­ustu og mín trú er sú að hún eigi bara eft­ir að aukast,“ segir Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við mbl.is eftir að greint var frá úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Hagsmuna Íslands ekki gætt

Í gær, 17:12 „Valdastaða á íslenskum markaði er drifin áfram af fjársterkum fyrirtækjum. Við því er ekkert annað svar en samstaða og sókn,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

„Við viljum fá meiri festu í þetta“

Í gær, 16:38 „Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Meira »
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
Vantar Trampólín
Viltu selja eða bara lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill.....
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...