Ríkisstjórnin samþykkir sáttanefnd

mbl.is/Jim Smart

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í dag að skipa sáttanefnd í kjaradeilum ríkisins við Bandalag háskólamanna og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, að höfðu samráði við deiluaðila. mbl.is fékk þetta staðfest fyrir stundu.

Heimildir mbl.is herma að hvorki BHM né hjúkrunarfræðingum hafi verið kunnugt um áformin, en búið er að boða félögin til fundar.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var spurður að því á Alþingi í desember í fyrra hvort til greina kæmi að skipa sáttanefnd í læknadeilunni. Hann sagði þá að hugmyndin hefði verið rædd, m.a. við ríkissáttasemjara, og að hann útilokaði ekki möguleikann.

Hins vegar þyrfti að hafa í huga að með því að skipa sáttanefnd væri ríkið í raun að taka yfir verkefni ríkissáttasemjara og verkefni samninganefnda deiluaðila. Um töluvert inngrip væri þannig að ræða.

Frétt mbl.is: Sáttanefnd ekki tímabær

mbl.is

Bloggað um fréttina