Rafmagn frá heimavirkjun beint á bílinn

Jónas Erlendsson setur Chevrolet bílinn góða í samband. Rafgeymar fullhlaðast …
Jónas Erlendsson setur Chevrolet bílinn góða í samband. Rafgeymar fullhlaðast á fjórum klukkstundum. Ljósm/Ragnhildur Jónsdóttir

„Draumurinn hefur alltaf verið að komast á rafbíl, knúinn orkunni úr bæjarlæknum. Þessi hafa fylgt mikil heilabrot og að mörgu hefur verið að hyggja, en loksins fann ég bíl sem hentaði.“

Þetta segir Jónas Erlendsson, bóndi í Fagradal í Mýrdal. Hann gerði sér erindi til Reykjavíkur síðastliðinn föstudag og tók á móti spánnýjum bíl af gerðinni Chevrolet Volt frá Bílabúð Benna.

Bílakaup þessu væru varla í frásögur færandi nema sakir þess að í Fagradal er heimarafstöð og raunar hefur bærinn aldrei verið tengdur samveitu. Því er útgerð bílsins að mestu leyti sjálfbær og orkan heimafengin. Slíkt er sjálfbært nýmæli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »