Vilja stóriðju á Bakka en ekki í Helguvík

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

„Við höfum lagt fram sáttatillögur en Svandís hafnar þeim og krefst þess að sáttin lúti að því að Landsvirkjun geti ekki gert raforkusamninga við þessi fyrirtæki. Sáttin á því alfarið að vera á hennar forsendum, það þarf tvo til að semja.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook í dag vegna ummæla Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á Alþingi í dag um að ná þyrfti sátt á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. 

Jón bendir á að átökin á Alþingi hafi snúist um það hvort fjárfestingaverkefni á borði Landsvirkjunar gætu orðið að veruleika. Meðal annars stór verkefni á Grundartanga og Helguvík auk verkefna tengdum gagnaverum. Á sama tíma fagnaði hún og flokksfélagar hennar stóriðju á Húsavík sem væri þeim þóknanleg.

Frétt mbl.is: Kallaði eftir sátt um lok þingsins

Frétt mbl.is: Fögnuðu uppbyggingu á Bakka

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert