Kann vel við sig í kuldanum

Bandaríska hjólreiðakonan Katie Compton er komin til landsins til að taka þátt í Bláa Lóns þrautinni á laugardag en hún er margfaldur heimsmeistari kvenna í Cyclocross þar sem konur og karlar keppa saman.

Hún á ekki von á því að íslenskar aðstæður komi til með að henta henni illa þar sem hún er vön því að keppa við aðstæður þar sem hitastigið er í kring um 8-10°c.

mbl.is hitti Katie í dag og ræddi við hana um þrautina sem er framundan. Keppnin þykir óvenju sterk í ár en 6 erlendir keppendur munu taka þátt að þessu sinni og alls eru keppendur 600 talsins.

Hér má sjá vef Bláa Lóns þrautarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert