Hnúfubakurinn skotinn í morgun

Hnúfubakurinn í Skarðsfirði.
Hnúfubakurinn í Skarðsfirði. Ljósmynd/Runólfur Hauksson

Hnúfubakurinn sem strandaði í Skarðsfirði er dauður. Hann var aflífaður í morgun, að sögn Björns Inga Jónssonar, bæjarstjóra Hornafjarðar. Björn segir framhaldið í höndum náttúrunnar.

Talið er að hvalinn hafi rekið á land fyrir a.m.k. fjórum dögum. Þegar Björn fór á vettvang í gærkvöldi var hann enn með lífsmarki.

Björn segir að samkvæmt dýraverndarlögum hafi hvalurinn verið á ábyrgð sveitarfélagsins, en það fékk ráðleggingar frá Umhverfisstofnun um ráðstafanir. Að sögn Björns var fenginn maður að sunnan til að binda enda á þjáningar skepnunnar. Til þess var notuð byssa.

Björn segir að nú muni náttúran taka við og vinna á hræinu, sem sé engum til ama þar sem það liggur.

Frétt mbl.is: „Verst að greyið er enn lifandi“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert