Kallaði Bjarna „lítinn skólastrák“

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna.
Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Umræður um lög á verkfall hjúkrunarfræðinga og aðildarfélaga BHM hafa verið heitar á Alþingi í dag. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, bað Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, að tala hreint út í stað þess að gjamma fram í fyrir sér eins og „lítill skólastrákur“.

Steingrímur sagði í ræðu um atkvæðagreiðslu um að veita afbrigði til að hægt væri að taka frumvarp ríkisstjórnarinnar um að banna verkfallsaðgerðirnar að honum væri skapi næst að greiða atkvæði gegn því að málið kæmist á dagskrá. Skaðinn væri hins vegar þegar skeður gagnvart samningsrétti og stjórnarskrárvörðum lýðréttindum í landinu með því að frumvarpið væri komið fram.

Í miðri ræðunni kallaði Bjarni, sem sat beint fyrir aftan Steingrím, fram í: „Hvað um sjúklingana?“ Spurði Steingrímur þá fjármálaráðherra hvort hann ætlaði að bera það upp á stjórnarandstöðuna að henni væri skítsama um sjúklinga.

„Er það innleggið? Nei, menn skulu bara tala skýrt. Ef að hæstvirtur fjármálaráðherra vill leggja það inn í umræðuna að þeir sem leyfa sér að andmæla ríkisstjórninni sé skítsama um sjúklinga þá vil ég biðja hann að segja það en ekki gjamma það hérna fram í eins og lítill skólastrákur,“ sagði Steingrímur hvass.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert