„Eins og einhver hefði sparkað í magann á mér“

Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það.
Guðrún Ösp heilsar Noregi, en er ekki ánægð með það. mbl.is/Styrmir Kári

„Heia Norge“ var viðkvæðið á Austurvelli í dag þar sem hjúkrunarfræðingar fóru fyrir á fimmta hundrað mótmælenda úr röðum félagsmanna BHM og félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikill meirihluti mótmælandanna voru konur og enginn hörgull var á viðmælendum sem íhuga eða hafa jafnvel þegar ráðið sig í starf til Noregs.

Edda Jörundsdóttir, svæfingarhjúkrunarfræðingur hefur starfað á svæfingdeild og gjörgæslu í 15 ár en rennir nú hýrum augum til frændþjóðarinnar. 

„Ég hef unnið þar og líkar vel, fer svona einu sinni tvisvar á ári,“ segir Edda. Hún segist helst vilja búa á Íslandi áfram en að hjúkrunarfræðingum sé hreint ekki til setunnar boðið og nefnir í því samhengi að tvær af nánari vinkonum hennar innan stéttarinnar hafi flutt til Noregs á liðnum vetri. „Ég heimsótti aðra þeirra um daginn og fékk svolítið bakteríuna í mig, að taka stökkið.“

Edda segir nauðsynlegt að hækka laun hjúkrunarfræðinga til þess að þau verði samkeppnishæf á við önnur lönd ekki síst til þess að tryggja nýliðun í stéttinni.

„Ég er allavega búin að telja börnin mín af því að leggja fyrir sig hjúkrun. Eins og þetta er spennandi og skemmtilegt starf að öðru leiti þá eru launin ekki boðleg.“

Þegar þetta er skrifað stendur inni umræða á þinginu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um bann á yfirstandandi verkfall stéttarinnar. Edda, líkt og aðrir mótmælendur, er afar ósátt við þá hugmynd.

„Ég var á vaktinni þegar ég fékk fréttirnar í gær og mér leið eins og einhver hefði sparkað í magann á mér. Við erum rosalega sár og reið.“

Upp á eiginmanninn kominn árið 2015

Guðrún Ösp Theódórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til átta ára, heldur á skilti sem á stendur „Keep calm and heia Norge“. Hún er svo sannarlega rólyndisleg í fasi en undir yfirborðinu má þó greina að hún er allt annað en sátt við tilhugsunina um að flytjast úr landi.

„Það er bara ekkert annað í boði. Ég er að sækja um norskt hjúkrunarleyfi," segir hún. „Ég ákvað það þegar þeir ákváðu að setja lög á okkur. Ég fæ ekki að semja um mín laun heldur á að skikka mig til lélegra launa, ég hef ekki áhuga á því.“

„Ég er búin með 304 einingar í háskóla, ég er að klára mastersnám og ég fæ 250 þúsund kall  til að koma mat á borðið fyrir börnin mín. Ég er bundin mínu hjónabandi og því að maðurinn minn hafi tekjur. Ég er ekki til í það á Íslandi árið 2015 og það viku fyrir 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“

„Við erum bara búin að fá nóg“

„Við erum að fara til Noregs í haust, ég og maðurinn minn og þrjú börn,“ segir Sylvia Latham sem bankar taktfast í bekken á milli þess sem hún ræðir við blaðamann. „Við getum ekki framfleytt okkur lengur á þeim launum sem ég og maðurinn minn erum á hér.“

Sylvia er menntuð í Bretlandi og búin að vera hjúkrunarfræðingur í 15 ár. Hún sér ekki fram á fleiri launahækkanir nema hún fari í mastersnám. „Ég er ekki alveg tilbúin til að fara í mastersnám og skuldsetja mig til þess að fá einhverja 5.000 króna launahækkun. Manni heyrist það að allir hjúkrunarfræðingar Íslands, 2.000 talsins geti fengið vinnu úti, svo nú er bara að kýla á það.“

Hún segir ákvörðunina um að fara til Noregs hafa verið tekna í febrúar og að atburðarrásin hafi verið hröð en að þau hafi engu að tapa. „Okkur langar bara til að geta eytt meiri tíma með börnunum okkar, þurfa ekki að vinna allan sólarhringinn alla daga ársins, alla rauða daga. Við erum bara búin að fá nóg.“

Sylvia segir ákvörðunina að fara út bæði hafa verið erfiða og ekki en að eftir daginn í dag sé alveg ljóst að þau séu á leiðinni út. „Það er ekkert annað í boði.“

Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi.
Sylvia Latham hefur þegar ráðið sig í vinnu í Noregi. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Í gær, 20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

Í gær, 20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

Í gær, 19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

Í gær, 19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

Í gær, 18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Í gær, 18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

Í gær, 17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

Í gær, 17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Í gær, 16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

Í gær, 15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Í gær, 15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

Í gær, 14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

Í gær, 13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

Í gær, 12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

Í gær, 11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

Í gær, 13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

Í gær, 11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

Í gær, 11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
ÞÝSKAR STURTUKERRUR OG FJÖLNOTAKERRUR
Sturta aftur og til beggja hliða, lengdir 305,405,502 og 611 cm 1350 til 3500 kg...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...