Púað á Sigmund Davíð

Mikill fjöldi mótmælenda er samankominn á Austurvelli.
Mikill fjöldi mótmælenda er samankominn á Austurvelli. mbl.is/ Styrmir Kári

Útsending er nú hafin frá Austurvelli þar sem þjóðhátíðardegi Íslendinga er fagnað með hefðbundnum hætti í skugga háværra mótmæla. 

Vel heyrist í mótmælendum yfir kórsöng sem hóf athöfnina og er sungið hástöfum „Vanhæf ríkisstjórn“. Þegar forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, gengu með blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar púuðu mótmælendur hátt og ekki var látið af trommuslætti meðan þjóðsöngurinn var sunginn.

Þegar þetta er skrifað flytur Sigmundur Davíð hátíðarræðu sína og hafa mótmælendur færst allir í aukanna, berja trommur og önnur áhöld, púa og flauta.

Uppfært 11:37

Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og fjallkona ársins flytur nú ljóð styrkri og háværri röddu. Enn heyrist taktfastur trommusláttur og viðkvæðið „Vanhæf ríkisstjórn“ undir en nokkuð hefur lækkað í mótmælendum frá ræðu Sigmundar. Enn fjölgar þó í hópi mótmælenda.

Uppfært 12:00

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru 2.500 til 3.000 mótmælendur og áhorfendur á Austurvelli í dag. Útsendingu Rúv er lokið.

Frétt­ir mbl.is:

Ísland upp­rétt í sam­fé­lagi þjóða

Púað á Sig­mund Davíð

„Sam­fé­lags­miðlar hafa breytt mót­mæl­um“

Fyrstu mót­mæl­in á 17. júní?

Ólafur Ragnar Grímsson leggur blómssveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.
Ólafur Ragnar Grímsson leggur blómssveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Styrmir Kári
Sigmundur Davíð í pontu.
Sigmundur Davíð í pontu. mbl.is/Styrmir Kári
Mótmælendur strengja stóran prjonaðan trefil umhverfis Austurvöll og á honum …
Mótmælendur strengja stóran prjonaðan trefil umhverfis Austurvöll og á honum hanga ákvæði stjórnarskrár-daganna frà stjórnlagaráði Ljósmynd/ Björn Már
mbl.is