Telja ráðherra hafa brotið lög

Ísfélagið og Huginn telja íslenska ríkið bótaskylt.
Ísfélagið og Huginn telja íslenska ríkið bótaskylt. mbl.is/Árni Sæberg

Mál Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Hugins ehf. gegn íslenska ríkinu, til viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta árið 2011, voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Málunum var báðum frestað til hausts að beiðni lögmanna útgerðanna. Málin voru höfðuð í maí síðastliðnum, til viðurkenningar á bótaskyldu ríkisins vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um að ráðstafa aðeins hluta heildarmakrílaflans til skipa sem höfðu samfellda veiðireynslu frá árunum 2008-2011.

Útgerðirnar telja skip sín hafa uppfyllt lagaskilyrði um samfellda veiðireynslu og því hafi ráðstöfun ráðherra verið ólögleg. Honum hafi borið að taka tillit til veiðireynslu skipanna og deila út kvóta í samræmi við lagaákvæði um takmörkun veiða á deilistofnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert