Offita ógnar árangri

Sjúkdómar í æðakerfi munu ógna heilsu á nýjan leik.
Sjúkdómar í æðakerfi munu ógna heilsu á nýjan leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma hefur minnkað um 60% síðustu 50 ár á meðal landa innan OECD.

Hins vegar greinast fleiri með sykursýki og offitu, einkum yngra fólk, sem leiðir aftur til þess að dánartíðni úr hjarta- og æðasjúkdómum mun hækka á nýjan leik, sem ógnar þeim árangri sem hefur þegar náðst.

Ástæðan er sú að þessir fyrrgreindu sjúkdómar eru oft fylgifiskar sykursýki og offitu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma og stefnu um bætt heilbrigði og heilbrigðisþjónustu.

„Það eru mikil vonbrigði að árangurinn sem við höfum náð sé smám saman að þurrkast út. Offita er áhættuþáttur framtíðarinnar númer eitt og svo virðist sem við höfum sofnað á verðinum,“ segir Karl Andersen, yfirlæknir hjartagáttar á Landspítalanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert