Glapræði gagnvart öryggi

Rögnunefndin skilar af sér skýrslu um framtíðar flugvallarstæði.
Rögnunefndin skilar af sér skýrslu um framtíðar flugvallarstæði. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Einkaflugmenn telja nýjan innanlandsflugvöll í Hvassahrauni glapræði gagnvart flugöryggi. Yfirkennari hjá Flugskóla Íslands telur sótt að einkafluginu og að flugkennsla leggist af hér á landi ef Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður.

Í niðurstöðum stýrihóps ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair kemur fram það álit að Hvassahraun sé besti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Nefndinni var falið að kanna aðra kosti en Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Áætlað er að stofnkostnaður nýs flugvallar sé um 22 milljarðar króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Reynir Einarsson, yfirkennari hjá Flugskóla Íslands, að flugvöllur í hrauni sé hættulegur. Ryðja þurfi gríðarstór öryggissvæði, sem hann telur að gangi illa upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »