Karlar sækja síður í háskólanám

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands Ómar Óskarsson

Hlutfall háskólamenntaðra kvenna hefur farið vaxandi undanfarin ár. Vissulega fagnaðarefni en á sama tíma sækja karlar síður í háskólanám. Hefðbundnar „kvennastéttir“ hafa margar færst á háskólastig og konur sækja í sig veðrið hvað varðar aðsókn í sumar hefðbundnar „karlagreinar“, en ekki öfugt. Brothættan virðist mest á yngri stigum skólanna en drengir eiga erfiðara uppdráttar í grunnskólum en stúlkur, sérstaklega við lestur.

2.615 manns hafa verið brottskráðir úr Háskóla Íslands það sem af er ári, og eru 68% þess fjölda konur. Hlutfall háskólamenntaðra kvenna á Íslandi fer vaxandi frá ári til árs, töluvert hraðar en hlutfall háskólamenntaðra karla, ef marka má tölur Hagstofu.

„Við fögnum því að konum fjölgar í háskólanum en höfum jafnframt miklar áhyggjur af því að strákar virðast vera sá hópur þar sem brottfallið er mest úr framhaldsskólum og sækja síður í háskólanám. Brýnt er að kanna ástæðurnar fyrir því og vinna að úrbótum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, fráfarandi rektor Háskóla Íslands, í samtali við sunnudagsblaðið.

Konur sækja í sig veðrið hvað varðar aðsókn í margar greinar, t.a.m. hagfræði ef skoðaðar eru tölur yfir brautskráða úr HÍ árin 2004 og 2014. Hlutfall kvenna í hópi brautskráðra af hagfræðideild hér um bil þrefaldast milli þessara ára, en nefna ber að tölurnar eru breytilegar milli ára. Þá skerpist meirihluti kvenna í læknisfræði á þessum tíma, en hlutfall kvenna í hópi brautskráðra í læknisfræði var 56% árið 2004 en 65% í fyrra. Athygli vekur að konur eru í meirihluta í öllum greinum heilbrigðisvísinda. Meirihluti karla stendur nokkurn veginn í stað í tölvunarfræði og sumum greinum verkfræðinnar og hlutföllin eru nokkuð jöfn í lögfræði, þótt konur nái meirihluta. Þá hefur konum fjölgað í raunvísindadeild og sömuleiðis rafmagns- og tölvuverkfræðideild.

Karlar sækja síður i háskólanám en konur.
Karlar sækja síður i háskólanám en konur. Árni Sæberg
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert