Menntamálastofnun komið á laggirnar

Alþingi samþykkt í dag lög um Menntamálastofnun sem mun sinna þeim verkefnum sem Námsmatsstofnun og Námsgagnastofnun hafa sinnt hingað til auk fleiri verkefna sem flutt verða frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til hennar.

Voru lögin samþykkt af 34 þingmönnum en 16 sátu hjá og 13 voru fjarstaddir.

„Stofnuninni er ætlað víðtækt hlutverk en það felst fyrst og fremst í því að stuðla að því að íslenskir nemendur fái notið bestu mögulegrar menntunar og styðja við aukin gæði og framfarir í menntamálum. Með frumvarpi þessu er leitast við að skerpa og styrkja stjórnsýslu menntamála, gæðastarf og þjónustu við skóla,“ sagði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi. 

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir:

Með stofnun Menntamálastofnunar verður til ein stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem sinnir verkefnum þvert á málaflokka en ekki aðeins að takmörkuðum hluta eins og verið hefur. Með því að fela einni stofnun að sinna verkefnum um menntamál verður til aukin sérþekking og heildstæður grunnur til að bæta þjónustu, auka gæði menntunar og efla stefnumótun í þessum málaflokki. Þannig skapast aukið svigrúm til að greina stöðu menntakerfisins og bregðast við með viðeigandi hætti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert