Áfrýjun ekki enn ákveðin

Snædís Rán Hjartardóttir.
Snædís Rán Hjartardóttir. Mynd úr einkasafni

Embætti ríkislögmanns hefur ekki tekið ákvörðun um hvort áfrýjað verður dómi þar sem íslenska ríkið var dæmt til að greiða ungri konu, sem þjáist af arfgengum hrörnunarsjúkdómi, bætur vegna þess að hún fékk ekki endurgjaldslausa táknmálstúlkaþjónustu.

Í svari embættisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að menntamálaráðuneytið muni fyrst skoða efni dómsins. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra ekki gefist tóm til að skoða efni dómsins en það mun hann gera á næstu dögum.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á þriðjudag íslenska ríkið til að endurgreiða Snædísi Rán Hjartardóttur gjöld sem hún greiddi Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra vegna þess að miðstöðin hafði synjað henni um endurgjaldslausa túlkaþjónustu.

Að auki fékk hún dæmdar miskabætur á þeirri forsendu að íslenska ríkið hefði vanrækt að setja reglur og byggja upp kerfi sem miðaði að því að tryggja einstaklingum með þá fötlun, sem Snædís Rán glímir við, viðhlítandi aðstoð að þessu leyti.

„Í þessu felst viðurkenning á þeirri augljósu staðreynd að ríkið hefur um langa tíð brotið með mjög grófum hætti gegn mannréttindum þessara einstaklinga. Það þurfti Snædísi Hjartardóttur og hennar kjark og þor til að kenna ríkinu þá lexíu. Við skulum vona að það dugi til,“ sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður Snædísar, við mbl.is. 

Frétt mbl.is: Sleppti fundum og viðburðum

Frétt mbl.is: Snædís vann málið gegn ríkinu

Frétt mbl.is: „Fylgja þessu stress og vonbrigði“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »