Frekari atvinnuuppbygging sett í uppnám

Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.
Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað.

Í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingartillögu við rammaáætlun, sem felur í sér að hvorki Holtavirkjun né Urriðafossvirkjun eru settar í nýtingarflokk, er ljóst að Landsvirkjun mun ekki geta útvegað nægilega orku til að anna tveimur stórum stóriðjuverkefnum í Helguvík og á Grundartanga.

Um er að ræða kísilmálmverksmiðju Thorsil á fyrrnefnda staðnum og sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á þeim síðarnefnda.

Samanlögð orkuþörf fyrirtækjanna, sem óskað hafa eftir raforkusölusamningi við Landsvirkjun, nemur 125 MW. Fyrrnefnd breytingartillaga gerir Landsvirkjun hins vegar aðeins kleift að ráðast í Hvammsvirkjun í Þjórsá. Sú virkjun mun aðeins geta tryggt 82 MW, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »