Smábátasjómenn til umboðsmanns

Smábátar að makrílveiðum.
Smábátar að makrílveiðum.

Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur ákveðið að kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar sjávarútvegsráðherra sem kvótasetti makrílveiðar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir framkvæmdastjóri LS sambandið hafa ráðgast við fjölda aðila og telja sig hafa góðan rétt í málinu.

Sambandið telur m.a. að makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra hafi verið ein af forsendum þess að reglugerðin standist lög, en frumvarpið hefur ekki verið samþykkt. Áður en reglugerðin var sett voru makrílveiðar smábátaeigendum frjálsar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert