Sumir mega bæði elska og sofa hjá

Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ...
Hjónabönd para af sama kyni eru nú leyfð í öllum ríkjum Bandaríkjanna. AFP

Meirihluti sambandsríkjanna 50 í Bandaríkjunum hefur nú heimilað samkynhneigðu fólki að ganga í hjónaband og hefur hæstiréttur í Washington nú staðfest þann rétt þess. Þróunin hefur verið hröð vestanhafs og í Evrópu; æ fleiri þjóðir líta á það sem klárt óréttlæti að skerða réttindi samkynhneigðra í þessum efnum sem öðrum. Ungt fólk á erfitt með að skilja hvernig hægt sé að verja mismunun sem byggist eingöngu á ólíkri kynhneigð. Samkynhneigð er fyrirbæri sem þekkst hefur í öllum menningarsamfélögum og er einnig vel þekkt í dýraríkinu.

En hvað á kristið fólk að gera, er ekki ljóst að í Biblíunni er lagt bann við kynmökum tveggja einstaklinga af sama kyni?

Vandinn er að lítið er minnst á þessi mál í ritinu og eins og ávallt í svo gömlum ritum er oft hægt að deila um túlkun, en ummælin virðast samt öll afar neikvæð. Samkynhneigð er sögð vera synd, ekki ein af dauðasyndunum sjö en samt synd. Kristur segir þó ekkert sjálfur um samkynhneigð.

Bent hefur líka verið á að ef menn ákveði að haga sér ávallt í samræmi við þrönga bókstafstúlkun Biblíunnar myndi margt breytast. Kollsteypur yrðu óhjákvæmilegar. Í boðorðunum 10, nánar tiltekið öðru boðorðinu, eru skýr fyrirmæli um að ekki skuli gera líkneski eða myndir af lifandi verum. Sem hlýtur þá að merkja að eyða beri öllum listaverkum af því tagi í kirkjum – munum sem kristnar kirkjur hafa státað af í nær 2.000 ár.

Víða stendur fólki að sjálfsögðu til boða að ganga í hjónaband hjá sýslumanni en hefðir og trúarsetningar flækja málið þegar fólk vill fá blessun kirkjunnar. Sumir talsmenn samkynhneigðra vilja nú reka flóttann, nota tækifærið og hefna fyrir allt það misrétti og hatur sem þeir hafa sem hópur orðið að sætta sig við í hljóði gegnum aldirnar. Þeir ganga jafnvel svo langt að heimta að enginn prestur megi skírskota til sannfæringar sinnar og neita að vígja samkynhneigð pör.

Fordæmir verknaðinn

Margir yfirlýstir hommar og lesbíur eru í röðum kristinna, kaþólska kirkjan hefur lengi sagt að hún fordæmi aðeins samkynhneigð sem slíka, sjálfan verknaðinn en ekki syndarana sjálfa. En óvíst er að sá munur skipti miklu fyrir samkynhneigða í daglegu lífi. Niðurstaðan hefur verið að þeir hafa ekki verið velkomnir í kirkjunni nema þeir iðrist og forðist mök við fólk af eigin kyni.

En Frans páfi vakti mikla athygli skömmu eftir embættistökuna þegar hann gaf í skyn að sjálfur gæti hann hugsað sér að slaka á fordæmingunni. „Hver er ég að setjast í dómarasætið?“ sagði hann.

Í könnunum fer þeim hlutfallslega fækkandi í Bandaríkjunum sem segjast vera kristnir, mörg kristin gildi eru á undanhaldi og kirkjusókn minnkar. Dálkahöfundurinn og hægrimaðurinn David Brooks hjá New York Times er gyðingur en mjög áhugasamur um kristin gildi. Hann segir í grein í liðinni viku að kristnir Bandaríkjamenn skiptist nú í tvo hópa varðandi hjónabönd samkynhneigðra. Stærri hópurinn vilji halda áfram áratuga menningarlegu stríði sem frjálsræðisbyltingin í kynferðismálum hafi hrundið af stað. Hinn vilji draga sig í hlé en halda loga trúarinnar við þótt umheimurinn fari nú í bili að trúa aftur á stokka og steina en ekki Guð.

Brooks bendir á að þessi menningarbarátta hafi gert stóra hluta þriggja kynslóða fráhverfa allri trú. En kristni sé fleira en slagur um kynferðismál. Fórnfúst fólk vinni undir merki krossins að margvíslegu uppbyggingarstarfi í fátækrahverfum þar sem upplausn ríki, andleg og veraldleg fátækt herji, fjölskyldan sé brotin og marga þyrsti eftir einhverri merkingu með lífinu.

Brooks segir að deilan um kynferðismál verði ekki leyst á næstunni. „Raunhæfari barátta snýst um að lagfæra samfélag sem hefur sundrast í öreindir, er harkalegt og ómannúðlegt. Fólk með íhaldssöm þjóðfélagsviðhorf hefur alla burði til að lagfæra þennan samfélagsvef og vera boðberar kærleika, virðingar, innlifunar, samneytis við aðra og náðar.“

Sunnudagsblaðið
Sunnudagsblaðið

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kalt um allt land á morgun

22:32 Kalt verður á öllu landinu á morgun en spár gera ráð fyrir allt að tólf gráðu frosti. Áttin verður norðlæg eða breytileg, 8-15 metrar á sekúndu og víða léttskýjað. Meira »

Gjafagjörningur dæmdur ólöglegur

22:03 Sala hjóna á fasteign í Garðabæ árið 2011 sem var í sameiginlegri eigu þeirra og kaup samdægurs á annarri eign sem var alfarið í eigu konunnar var samkvæmt héraðsdómi gjafagjörningur í þeim tilgangi að koma eignum undan banka sem hafði lánað manninum rúmlega 80 milljónir til að byggja fyrra húsið. Meira »

„Þetta birtist ekki allt í einu einn daginn“

21:26 Borgarlínan er langtímaverkefni og enn á undirbúningsstigi segir Hrafn­kell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem kynnti verkefnið og forsendur þess á fundi á vegum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Meira »

Laus úr vaðhaldi en er í farbanni

21:24 Karlmaður, sem úrskurðaður hafði verið í gæsluvarðhald til til 9. fe­brú­ar á grund­velli al­manna­hags­muna í tengslum við skipulagða brotastarfsemi, er laus úr varðhaldi. Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms en maðurinn var þess í stað úrskurðaður í farbann. Meira »

Minnisvarði kom til bjargar í hálkunni

20:41 Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku á veginum við Neðri-Staf á leiðinni til Seyðisfjarðar í gær með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á minnisvarða sem stendur í beygjunni við veginn. Meira »

Undirbúa opnun neyslurýma

19:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett af stað vinnu í velferðarráðuneytinu til að undirbúa opnun neyslurýma fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Neyslurými sem þessi eru þekkt úrræði erlendis og byggjast á hugmyndafræði skaðaminnkunar. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Rúmteppastandur
Rúmteppastandur Mjög flottur rúmteppastandur á svaka góðu verði, aðeins kr. 3.50...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...