Fyrsti kísilofninn kominn

Tekið á móti ofninum á hafnarbakkanum í Helguvík.
Tekið á móti ofninum á hafnarbakkanum í Helguvík.

Fyrsti ofninn í kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er kominn til landsins og hefur verið hafist handa við að setja hann saman. Ofninn er frá Tenova Pyromet og kemur frá Ítalíu þar sem hann hefur verið frá því í maí í prufum.

Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er von á næstu sendingu með meiri framleiðslubúnaði strax í næsta mánuði. Ofninn mun framleiða um 21. þúsund tonn af kísli á ári og er stefnt að því að framleiðsla muni hefjast á vormánuðum á næsta ári.

„Þessi ofn er fyrsti áfanginn í fjögurra ofna verksmiðju þannig að þetta er mikið fagnaðarefni að hann sé nú kominn til landsins. Hönnun lóðar og verksmiðjunnar í heild sinni hefur alltaf miðað við að hér gæti staðið fjögurra ofna verksmiðja þegar kísilmarkaður og raforkuframboð gæfi tilefni til,“ segir Helgi Björn yfirverkfræðingur hjá United Silicon.

Þessi mynd er frá því þegar ofninn var samansettur á …
Þessi mynd er frá því þegar ofninn var samansettur á Ítalíu fyrir stuttu þar sem hann var í prufu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert