Víkingaskip frá Tóbagó

Skipið Drakar er 76 fet eða 24 metrar að lengd, …
Skipið Drakar er 76 fet eða 24 metrar að lengd, 6,25 á breidd og vegur um 50 tonn.

Sverrir Einar Eiríksson hefur fest kaup á víkingaskipi í Trínidad og Tóbagó og er áætlað að sigla því hingað til lands til að nota við ferðamennsku úr Reykjavíkurhöfn.

Skipið er smíðað árið 2007 í Brasilíu af manni sem kolféll fyrir víkingasögum og ákvað að smíða víkingaskip eftir teikningu sem hann fékk frá norsku safni og er sjálft Gaukstaðaskipið fyrirmyndin. Í viðtali í Morgunblaðinu vill Sverrir ekki gefa upp kostnaðinn við skipakaupin.

„Það hefur verið í umræðunni að fá víkingaskip hingað til lands, bjóða ferðamönnum upp á siglingu og fara yfir víkingasöguna um leið. Svo fannst þessi bátur, hann var keyptur og nú er bara eftir að koma honum heim,“ segir Sverrir.

Facebook-síða skipsins.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/gNtcX1r1CKA" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »