Framkvæmdir við Gullfoss

Svona sjá arkitektarnir nýjan útsýnispall við fossinn fyrir sér.
Svona sjá arkitektarnir nýjan útsýnispall við fossinn fyrir sér.

Framkvæmdir við nauðsynlegar úrbætur við Gullfosssvæðið munu hefjast í september eða október. Framkvæmdirnar eru allar komnar í ferli og er verið að vinna úr niðurstöðum.

„Það er búið að tryggja fjármagn til þessara framkvæmda sem við óskuðum eftir og þeir fjármunir sem við fengum í sumarbyrjun voru framkvæmdir sem við gátum farið í án tafar,“ segir Ólafur A. Jónsson hjá Umhverfisstofnun, en Gullfoss fékk 34 milljónir þegar ríkið úthlutaði 850 milljónum til uppbyggingar á ferðamannastöðum í maí. Aðrar 34 milljónir hefur svæðið fengið á undanförnum árum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur að hugmyndirnar séu tilbúnar, en unnið er eftir tillögunni Aldir renna. Meðal framkvæmda er nýr útsýnispallur, gönguleið á efra svæði að nýjum útsýnisstað, endurnýjun gamla útsýnisstaðarins og smíði nýs stiga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »