Fjórir bílar á leið á suðurheimskautið

Starfsmenn Arctic trucks ásamt einstaklingum frá finnsku og þýsku pólarstofnununum ...
Starfsmenn Arctic trucks ásamt einstaklingum frá finnsku og þýsku pólarstofnununum eftir þjálfunina á Vatnajökli. Kristinn Ingvarsson

Síðustu vikur hafa 15 einstaklingar frá erlendum heimskautastofnunum komið hingað til lands á vegum jeppabreytingafyrirtækisins Arctic Trucks til að læra akstur í snjó, almennt viðhald bíla í heimskautaaðstæðum og akstur á jöklum. Gestirnir koma frá Kína, Þýskalandi og Finnlandi, en heimskautastofnanir fyrri tveggja landanna eru að kaupa nýja sexhjóla jeppa frá fyrirtækinu sem á að flytja á Suðurskautslandið í haust.

Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic Trucks, segir í samtali við mbl.is að kínverska heimskautastofnunin hafi fyrir ári síðan gert samning við fyrirtækið um kaup á tveimur sexhjóla bílum. Nokkru seinna hafi þýska heimskautastofnunin einnig pantað tvo bíla. Þetta er framhald á samstarfi við fleiri heimskautastofnanir, en Arctic Trucks hefur notað sexhjóla bíla á Suðurskautslandinu frá árinu 2007 og þykja þeir sparneytnir og komast hratt yfir miðað við annað sem er í boði í þessum aðstæðum.

Sala á þessum heimskautabílum skilar fyrirtækinu tugum milljóna í veltu á ári, en Eðvarð segir að stofnanirnar sendi einnig starfsmenn sína árlega í þjálfun hingað til lands, enda séu aðstæður hér með ólíkindum líkar því sem gerist á Suðurskautinu. Var t.a.m. farið með hópana í ár upp á Vatnajökul þar sem mönnum voru kennd réttu handtökin í jöklaakstri.

Auk breytinga og sölu til heimskautastofnana er Arctic Trucks með eigin útgerð á Suðurskautslandinu. Allt í allt er fyrirtækið með sex bíla þar, en þeir eru leigðir með mannskap fyrir leiðangra sem vilja fá stuðning á ferð sinni um hásléttur heimsálfunnar.

Á þessu ári verður Arctic Trucks 25 ára, en fyrsti Suðurskautaleiðangur fyrirtækisins var farinn árið 1997. Þá var það sænska heimskautastofnunin sem fékk fyrirtækið til að aðstoða sig með að koma rannsóknarbúnaði upp á hásléttuna. Síðan þá hafa 20 bílar frá fyrirtækinu keyrt um heimsálfuna og fjórir bætast nú við sem seldir eru til þýsku og kínversku heimskautastofnananna. Samtals hafa bílar fyrirtækisins verið keyrðir yfir 220 þúsund kílómetra á þessum árum samkvæmt Eðvarð.

Þó sexhjóla bílarnir hafi hingað til mest verið nýttir í akstur á Suðurskautslandinu, þá voru þeir í fyrra viðurkenndir af Umferðastofu hér á landi og geta fengið götuskráningu. Segir Eðvarð að bílarnir geti verið heppilegir þar sem þeir geti borið hærri heildarþyngd en venjulegir bílar og nú þegar hafi þrír slíkir bílar verið seldir hér á landi.

Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic trucks.
Eðvarð Þór Williamsson, framkvæmdastjóri Arctic trucks. Kristinn Ingvarsson
Sexhjóla trukkarnir eru breyttir Toyota hilux, en þeir hafa fengið ...
Sexhjóla trukkarnir eru breyttir Toyota hilux, en þeir hafa fengið götuskoðun hér á landi. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Laust í feb-mars. Biskupstungur..
Sumarhús, - Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi og Gullfossi. Velkomi...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...