Menntun sé metin til launa

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. mbl.is/Kristinn

„Það er mikilvægt að menntun sé metin til launa,” segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. Það sé áhyggjuefni að bilið á milli ráðstöfunartekna einstaklinga með grunnmenntun annars vegar og háskólamenntun hins vegar hafi farið minnkandi. 

Eins og fram kemur í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands voru árið 2013 þeir sem hafa eingöngu lokið grunnmenntun hér á landi með 86,3% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra. Það er hærra hlutfall en í nokkru öðru Evrópuríki. Jón Atli segir að munurinn á Íslandi og öðrum ríkjum sé sláandi.
 
„Eins og þetta horfir við mér, þá er áhyggjuefni að sjá hvernig þessi þróun hefur verið á undanförnum árum,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki neina einhlíta skýringu á þessum litla mun á ráðstöfunartekjum eftir menntun.

Mikilvægt að ganga menntaveginn

„Það er gríðarlega mikil fjárfesting fyrir hvern og einn að afla sér háskólamenntunar. Og þess vegna á fólk að geta vænst ávinnings af slíku. Háskólamenntun veitir aðgang að fjölbreyttari störfum og síðan má ekki heldur gleyma því að langt nám hefur áhrif á ævitekjurnar enda er fólk að jafnaði launalaust á meðan það menntar sig. Margir taka líka námslán og greiðslubyrði getur verið þung.

En þetta er áhyggjuefni. Það er mikilvægt að menntun sé metin til tekna að jafnaði.“ 
 
Hann bendir á að við eigum í alþjóðlegri samkeppni um vel menntað fólk og þekkingu. Mjög mikilvægt sé að fólk gangi menntaveginn og tölur Hagstofunnar dragi með engu móti úr vægi háskólamenntunar í heild sinni. Hún mætti hins vegar vera betur metin.
 
Jón Atli nefnir einnig að mjög fjölbreyttur hópur útskrifist úr háskólanum, en í tölum Hagstofunnar sé tekið miðgildi. Erfitt sé að skoða hvern hóp fyrir sig. Ekki sé hins vegar vafi um að þeir sem útskrifast úr háskólanum standi mjög vel að vígi.

„Við gerum kannanir á hverju ári hjá útskrifuðum nemendum. Nýjustu tölur eru um þá sem útskrifuðust árið 2011, en í þeim hópi var 4,4% atvinnuleysi árið 2013, sem var þá töluvert undir meðalatvinnuleysi. Einnig kom í ljós að það tók fólk að meðaltali 2,7 mánuði að fá vinnu eftir brautskráningu,“ útskýrir hann.

Fréttir mbl.is:

Samkeppnin aldrei verið eins grimm

Mennt­un hef­ur minnstu áhrif­in á Íslandi

Skýrsla Hag­stofu Íslands

Á ár­un­um 2004 til 2014 fóru tekj­ur fólks með fram­halds- ...
Á ár­un­um 2004 til 2014 fóru tekj­ur fólks með fram­halds- eða starfs­mennt­un úr 84,5% af tekjum há­skóla­menntaðra í 91,6%. mbl.is/Ernir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Réttmæt gagnrýni Landspítalans

12:41 „Ég held að menn læri af þessu og reyni að bæta sig en við þurfum alltaf að vera viðbúin því að hlutirnir gangi aldrei alveg 100% eins og við vildum hafa þá,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Beið í fimm ár eftir ákæru

12:20 Pétur Jónasson, fyrrum starfsmaður eigin viðskipta hjá Glitni, er ákærður fyrir markaðsmisnotkun vegna viðskipta með hlutabréf í bankanum. Hann segist telja að viðskipti bankans með eigin bréf hafi verið í hagnaðarskyni. Það hafi verið honum persónulega þungbært hversu lengi málið hefur dregist. Meira »

16 ára reyndi að villa um fyrir lögreglu

11:53 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í fyrrinótt reyndist ekki vera nema sextán ára gamall og því ökuréttindalaus. Stráksi reyndi fyrst að villa um fyrir lögreglu með því að veita rangar upplýsingar um sig, en bílinn sem hann ók hafði hann jafnframt tekið ófrjálsri hendi. Meira »

„Ég var aldrei að fela neitt“

11:41 Jónas Guðmundsson, sem ákærður er fyrir markaðsmisnotkun segir að hann hafi verið starfsmaður á plani hjá Glitni og sem slíkur ekki haft verulega fjárhagslega hagsmuni af þeirri meintu markaðsmisnotkun sem ákært er fyrir. Meira »

Endaði bílferðina inni í garði

11:36 Bíll valt í Keflavík í gærkvöld þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og lenti á steinsteypustöpli girðingar með þeim afleiðingum að bíllinn valt á hliðina. Áður hafði önnur bifreið hafnað inni í garði í Njarðvík og þurfti dráttarbíl til að fjarlægja bílinn úr garðinum. Meira »

Boðið að búa með öldruðum

10:52 Háskólanemum stendur nú til boða að taka þátt í tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sem snýst um að leigja íbúð í þjónustukjarna fyrir aldraða sem staðsettur er miðsvæðis í Reykjavík en birt hefur verið auglýsing þess efnis. Meira »

Íbúar sjóði vatnið í Norðfirði

10:44 Fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum neysluvatnsreglugerðar í neysluvatni Norðfirðinga.  Meira »

Sigríður fer fram á Seltjarnarnesi

10:44 Sigríður Sigmarsdóttir, varaformaður Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, gefur kost á sér í 3. sæti lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri þann 20. janúar næstkomandi. Meira »

UMFÍ kannar umfang ofbeldis

10:09 Rúmlega 300 stjórnendur sambandsaðila og aðildarfélaga Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) fengu í gær sendan ítarlegan lista með spurningum um ýmis mál sem varða möguleg kynferðisbrot, ofbeldisverk og kynbundna áreitni innan félaganna og úrlausn slíkra mála. Meira »

Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Ekkert að hugsa um að hætta

09:14 Ég er ekkert að hugsa um að hætta, sagði Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðsins, i morgunþætti K-100 í dag og kveðst ekki hafa hug á að setjast í helgan stein á næstunni. „Ég er sjötugur eins og fram hefur komið. Mogginn, hann er 105 ára og ekki hætti hann þegar hann varð sjötugur.“ Meira »

Mál Glitnismanna til aðalmeðferðar

08:59 Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákært er fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik fyrir hrun bankans í október árið 2008. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

08:35 Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Ekki bara Afríka

07:59 Þrátt fyrir að flest verkefni mannúðarsamtakanna Læknar án landamæra séu í Afríku þá sinna samtökin verkefnum í Evrópu. Meðal annars í Svíþjóð, Grikklandi og víðar. Þar eru það verkefni tengd flóttafólki og andlegri líðan þess sem eru efst á baugi. Meira »

Auka þarf löggæsluna í Leifsstöð

07:37 Löggæslumönnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur ekki fjölgað samhliða fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll þó að þörf sé talin á því. Meira »

Ástand vega á Austurlandi ógnar öryggi

08:18 „Þetta er bara fyrir neðan allar hellur. Það fyllast öll dekk hjá okkur og hefur áhrif á alla akstureiginleika bílanna,“ segir Rafn Harðarson, vörubílstjóri hjá flutningsfyrirtækinu Sigga danska ehf. Meira »

Aldrei fleiri útlendingar í vinnu

07:57 Alls voru 24.340 útlendingar á vinnumarkaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim umtalsvert frá árinu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pólverjar eru sem fyrr fjölmennastir útlendinga á vinnumarkaði hér, alls 10.766 í fyrra. Meira »

Lokað um Súðavíkurhlíð

07:34 Vegurinn um Súðavíkurhlíð er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum en á Vestfjörðum er snjóþekja eða þæfingsfærð en unnið að hreinsun. Ófært er á Steingrímsfjarðarheiði. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...