Mæta í flug 2,5-3 tímum fyrir brottför

Flugstöð Leifs Eiríksson,
Flugstöð Leifs Eiríksson, mbl.is/Sigurður Bogi

Mikið álag er í flugstöð Leifs Eiríkssonar þessa dagana og í morgun hvöttu flugvallaryfirvöld flugfarþega til þess að mæta 2,5-3 tímum fyrir brottför í innritun á þeim tíma sem flestar flugferðir fara um flugvöllinn í Keflavík.

„Nú er álagstímabil hjá okkur í flugstöðinni og metumferð í hverri viku. Við bendum farþegum á að huga að því að mæta fyrr í innritun ef þeir eiga flug bókað á álagstímum.

Álagstoppar við brottför frá Keflavíkurflugvelli eru á morgnana á milli 6:00-7:30 fyrir flug sem fer klukkan 7:00-8:30, á milli 15:00-16:30 fyrir flug sem fer á milli 16:30 og 17:30 og á milli 22:00-23:30 fyrir flug sem fer í kringum miðnættið.

Að auki er vert að benda á að mest er umferðin á fimmtudögum og sunnudögum. Við bendum farþegum sem eiga flug bókað á þessum tímum að vera mættir 2,5-3 tímum fyrir brottför í innritun.

Mesta álagið í öryggisleit í Leifsstöð er á milli 6 og 7:70 á morgnana, 15-16:30 síðdegis og 22-23:30 á kvöldin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert