„Vegurinn“ til Eyja tepptur af ferðafólki

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/RAX

Fjölgun ferðamanna til Vestmannaeyja hefur verið svo mikil að undanförnu að nú er svo komið að eyjaskeggjar fá vart pláss í Herjólfi til og frá eyjunni.

Hafa farþegar í Herjólfi í júnímánuði aldrei verið fleiri og voru 48.781 í ár. Er það fjölgun um tæplega 2.000 farþega.

„Það gengur ekki að álagið á Herjólf sé orðið slíkt að heimamenn geti ekki notað skipið þegar á þarf að halda, þetta er vegurinn heim til okkar og frá okkur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og bendir á í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að einfaldast væri að taka ákvörðun um að sigla skipinu fleiri ferðir á milli lands og Eyja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert