Stækka flugstöðina um 8.700 fermetra

Teikning af 5.000 fermetra viðbyggingu til suðurs. Hún mun hýsa …
Teikning af 5.000 fermetra viðbyggingu til suðurs. Hún mun hýsa farþega til og frá landa utan Schengen. Isavia

Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað gífurlega undanfarin ár og fjölgun þeirra í þessum mánuði og næsta er tvö­falt meiri en sú sem Isa­via gerði ráð fyr­ir. Þar af leiðandi má búast við biðröðum á flugvellinum á morgnana, síðdegis og um miðnætti fram í september. Helstu álagsdagar vikunnar eru fimmtudagar, föstudagar og sunnudagar. Þeir sem ætla að ferðast á þessum dögum hafa verið hvattir til þess að mæta á flugstöðina allt að þremur tímum fyrir brottför.

Frétt mbl.is: Örtröð á Keflavíkurflugvelli

Í síðustu viku var sagt frá því að miklar biðraðir hafi myndast á flugstöðinni, sérstaklega við innritun og öryggisleit. Í tilkynningu frá flugstöðinni kemur fram að ástæður þessara biðraða og tafa hafi meðal annars verið upp­setn­ing á nýj­um ör­ygg­is­leit­ar­lín­um, þjálf­un starfs­fólks og mik­ill fjöldi ferðamanna um stöðina. Í sumum tilvikum ollu þessar tafir seinkunum og var ástandið sérstaklega slæmt í síðustu viku. Í frétt túrista.is kemur fram að á sunnudaginn fyrir viku  seinkaði 41 af þeim 71 brottför sem var á dagskrá. Ástandið hefur batnað töluvert síðan þá og í gær seinkaði sextán af 69 flugtökum.

Nú standa yfir umfangsmiklar stækkunarframkvæmdir í flugstöðinni. Til stendur að stækka flugstöðina um 5.000 fermetra til suðurs og 3.000 fermetra til vesturs. Þar að auki er verið að stækka komusal til austurs um 700 fermetra.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðna Sigurðssyni upplýsingafulltrúa Isavia er gert er ráð fyrir því að 5.000 fermetra bygging til suðurs verði tilbúin í mars. Hún mun hýsa farþega á leið til og frá löndum fyrir utan Schengen-svæðið. Bætt verður við sex farþegahliðum, nýrri öryggisleit og rými fyrir gesti flugstöðvarinnar verður stækkað. 

Viðbyggingin sem er 3.000 fermetrar stendur, eins og áður hefur komið fram við vesturs, beint út frá flugstöðinni þar sem í dag standa bílastæði fyrir þá á leið úr landi. Að sögn Guðna er ekki komin nákvæm dagsetning á hvenær framkvæmdir þar hefjast en gert er ráð fyrir að það verði á næstu vikum.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá teikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu til suðurs. 

Teikning af 3.000 fermetra viðbyggingu til vesturs, við bílastæði við …
Teikning af 3.000 fermetra viðbyggingu til vesturs, við bílastæði við brottfarahlið flugstöðvarinnar. Isavia
Viðbygging til vesturs.
Viðbygging til vesturs. Isavia
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á næstu …
Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist á næstu vikum. Isavia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert