Fangarnir brutust inn í sumarbústað

Mennirnir voru handteknir á Þingvöllum.
Mennirnir voru handteknir á Þingvöllum. mbl.is/Golli

Klukkan rúmlega 11:30 í dag hringdi athugull vegfarandi í lögregluna og tilkynnti um grunsamlegar mannaferðir á Þingvöllum. Lögreglumenn fóru á vettvang og handtóku tvo menn sem reyndust vera í stroki frá fangelsinu að Kvíabryggju. Þeir höfðu brotist inn í sumarbústað við Þingvallavatn, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. 

Mennirnir voru fluttir í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi og verða í framhaldi af því vistaðir í fangelsinu að Litla Hrauni.

Fréttir mbl.is:

Fangarnir fundnir

Fang­arn­ir ófundn­ir

Tveir fang­ar struku af Kvía­bryggju

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert