Skíðasvæðinu á Siglufirði lokað?

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Ljósmynd Kristján Möller

Fjallabyggð fær ekki styrk úr Ofanflóðasjóði til þess að færa hluta skíðasvæðisins á Siglufirði, sem til þessa hefur verið rekið á undanþágu vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram á vef Siglfirðings.is og er þar vísað í bókun bæjarráðs Fjallabyggðar í dag.

Í fréttinni kemur fram að Veðurstofa Íslands hefur sett fram hættumat á skíðasvæðinu. Til þess að uppfylla það, þurfi að ráðast í framkvæmdir upp á að minnsta kosti 200 milljónir króna. Sveitarfélagið sótti því um styrk til Ofanflóðasjóðs en var þeirri beiðni hafnað.

Sjá frétt Siglfirðingur.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert