Misgóð reynsla af erlendu starfsfólki

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka ...
Kjaradeila hjúkrunarfræðinga er í hnút, en hugsanlega þarf að loka gjörgæsludeild í Fossvogi að sögn deildarstjóra. mbl.is/Golli

„Í mesta uppganginum gekk mjög illa að manna stöður hjúkrunarfræðinga og þá var m.a. farið út í að versla við íslenskar starfsmannaleigur auk þess sem fólk var fengið erlendis frá,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Heilbrigðisráðherrann Kristján Þór Júlíusson viðraði hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga í kvöldfréttum RÚV í gær.

Frétt mbl.is: Hjúkrunarfræðingar felldu samninginn

 Hjúkrunarfræðingar höfnuðu í gær kjarasamningi við ríkið í atkvæðagreiðslu með miklum meirihluta og er deilan því aftur komin í hnút. Bjarni Benediktsson segir ljóst að málið fari nú til gerðardóms, eins og fram kemur í lögum á verkfallið, enda hafi samningar ekki náðst. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, telur aftur á móti að þar sem samningur hafi verið undirritaður fyrir þann frest sem veittur er í lögunum séu forsendur fyrir skipun gerðardóms brostnar. 

Frétt mbl.is: „Hugur fylgdi ekki máli“

Fyrir liggur að fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum, þ.á.m. 60% þeirra sem starfa á gjörgæslu í Fossvogi. Þannig óttast deildarstjórinn að loka þurfi breytist staðan ekki.

Frétt mbl.is: Lokun gjörgæslu yfirvofandi

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra ...
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur viðrað hugmyndir um ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Rósa Braga

Komu frá Filippseyjum og Danmörku

Sigríður segir talsverðan þunga af faglegri þróun og kennslu á uppgangstímanum oft hafa fallið á fáa starfsmenn deildanna þar sem fólk frá starfsmannaleigunum beri allt aðrar skyldur gagnvart stofnuninni. „Þú kemur inn til að vinna þína vinnu og svo ferðu,“ segir Sigríður.

Hún segir erlent starfsfólk hafa komið frá ýmsum löndum og reynsluna misgóða. „Hér hafa t.d. verið hjúkrunarfræðingar frá Filippseyjum sem eru gríðarlega vel menntaðir og eftirsóttir um allan heim. Það var þá oftast fólk sem kom hingað til að vera í lengri tíma, læra málið o.s.frv. Þeir voru hins vegar ekki margir.“

Sigríður segir viðskipti við danskar starfsmannaleigur hins vegar ekki hafa gefist jafn vel, oft vegna tungumálaörðugleika. „Þá voru jafnvel dæmi um að við réðum inn fólk sem var sent heim á innan við viku,“ segir Sigríður.

Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum.
Erlent starfsólk var ráðið á uppgangstímum. mbl.is/Ómar

Samskipti við sjúklinga lykilatriði

Hún bendir á að mikilvægt sé að íslenskukunnátta hjúkrunarfræðinga sé góð og samskipti gangi vel fyrir sig. „Hjúkrunarfræðingar sinna sjúklingum allan sólarhringinn og þá reynir mikið á samskiptafærni við þá sem og aðstandendur. Það er mjög mikilvægt út frá öryggissjónarmiðum að þessi samskipti gangi snurðulaust.“ Þannig þurfa að sögn Sigríðar allir sem starfa á spítalanum að vera með íslenskt hjúkrunarleyfi.

Í 2.grein reglugerðar um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga kemur m.a. fram að leyfi megi veita þeim sem lokið hafi BS prófi í hjúkrunarfræði við háskóla hérlendis, í ríki innan EES eða Sviss auk þess sem staðfesta má starfsleyfi frá framangreindum ríkjum. Auk þess má veita þeim starfsleyfi sem hafa lokið sambærilegu prófi frá menntastofnun utan EES eða Sviss sem viðurkennd er sem slík af hérlendum heilbrigðisyfirvöldum og heilbrigðisyfirvöldum þess ríkis þar sem námið var stundað.

Í 12.grein reglugerðarinnar kemur fram að heimilt sé að gera kröfu um að umsækjandi búi yfir kunnáttu í íslensku og hafi þekkingu á íslenskri heilbrigðislöggjöf og öðrum reglum sem nauðsynleg eru til starfsins, vegna öryggis og samskipta við sjúklinga.

Reyni að halda í íslenskt fagfólk

Aðspurð segir Sigríður ráðningu erlendra hjúkrunarfræðinga ekki komna í sérstakt ferli eða vinnu innan spítalans. „Ég get ekki sagt það, en á Landspítalanum er fyrsta forgangsmál að halda í okkar góða fólk. Ef það gengur ekki eftir er augljóst að við þyrftum að auglýsa eftir hjúkrunarfræðingum, en við þyrftum að gera það bæði innan lands og utan,“ segir Sigríður. „Okkar fyrsta val er þó að manna starfsemina hér með okkar mjög svo hæfa fagfólki.“

Hún kveðst ávallt reyna að horfa björtum augum á lausn deilunnar. „Ég vinn út frá því að það séu möguleikar. Það hlýtur að vera keppikefli að ljúka þessu í sátt. Við verðum einhvern veginn að leysa deiluna og komast áfram, en allir sem koma að málinu verða að leggja sig fram um að það náist.“

Ekki náðist í Kristján Þór Júlíusson við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja þvinga „of unga“ íbúa úr blokkinni

Í gær, 22:01 Margir íbúar Grindavíkur eru gáttaðir á framgöngu forsvarsmanna húsfélags 50+ blokkarinnar Suðurhóp 1 í Grindavík sem boðuðu í lok síðustu viku til húsfélagsfundar til þess að vísa hjónum og syni þeirra úr íbúð sinni. Meira »

Jarðgöngin aftur rannsökuð í ár

Í gær, 21:32 Ekkert var unnið að rannsóknum á gerð jarðganga milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar á síðasta ári. Óvíst er hvort þau verði í nýrri samgönguáætlun. Meira »

Tveggja sólarhringa seinkun frá París

Í gær, 20:55 Tveggja sólarhringa seinkun er orðin á flugi Icelandair frá París til Keflavíkur. Vél sem átti að fljúga frá París til Keflavíkur um hádegisbil í gær er á áætlun um hádegi á morgun en verulegar tafir hafa orðið á viðgerð vélarinnar. Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Meira »

Allt um aksturskostnað á nýjum vef

Í gær, 20:24 Upplýsingar um aksturskostnað alþingismanna verða birtar á nýrri vefsíðu sem til stendur að búa til. Þetta kom fram á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. Meira »

Torfærutæki beisluð á fjöllum

Í gær, 19:41 „Þetta byrjaði nú allt saman þegar ég ákvað að gera smá grín að félaga mínum sem þá var búinn að grafa sig fastan í einhverjum pirringi og komst hvergi. Þá tók ég upp spjaldtölvu og tók við hann smá viðtal og í framhaldi af því bjó ég til þessa síðu – menn verða jú að hafa gaman af lífinu.“ Meira »

Um 60 skjálftar yfir 3 í dag

Í gær, 19:34 Alls hafa um sextíu jarðskjálftar yfir 3 á stærð mælst við Grímsey frá miðnætti. Frá klukkan 17 á laugardaginn hafa skjálftarnir verið 71 talsins. Meira »

Vex aldrei upp úr hlutverkinu

Í gær, 18:42 Hápunktur hvers skólaárs í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er leiksýning sem Leikfélagið Verðandi setur upp í tengslum við árshátíðina. Í ár taka um eitt hundrað nemendur þátt í söngleiknum Pétur Pan, þar af þrjátíu sem leika, syngja og dansa. Meira »

Íbúar steyptu fyrstu metrana sjálfir

Í gær, 18:55 Borgfirðingar eru orðnir langþreyttir á óviðunandi ástandi í vegamálum en þeir komu í dag saman í Njarðvíkurskriðum og steyptu um þriggja metra langan vegakafla. Annar af skipuleggjendum viðburðarins segir að með gjörningnum vilji heimamenn senda stjórnvöldum skilaboð um að vegurinn sé gjörónýtur. Meira »

Bankasýslan gefur ráðherra grænt ljós

Í gær, 18:37 Bankasýsla ríkisins sendi í dag tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að selja Kaupskilum ehf. 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka hf. vegna nýtingar á kauprétti félagsins samkvæmt hluthafasamkomulagi frá árinu 2009. Meira »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

Í gær, 18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

Í gær, 17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

Í gær, 17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

Í gær, 17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

Í gær, 17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

Í gær, 16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

Í gær, 17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Töluvert um hálkuslys

Í gær, 17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

Í gær, 16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Bækur - Örlygur Sigurðsson
Til sölu nokkrar af bókum Örlygs Sigurðssonar, upp. í síma 8920213...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...