Pissa í hvert skúmaskot á Íslandi

Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn ...
Ferðamenn stunda ekki eingöngu sjálfsmyndatöku með kjánaprikum. Uppbygging er lykillinn að lausninni segja ferðaþjónustuaðilar. Eggert Jóhannesson

Svo virðist sem ferðamenn hafi gengið örna sinna víðast hvar um Ísland. Þingvellir, kirkjugarðar og Gullfoss virðast vera nýjustu eða í hið minnsta umtöluðustu staðirnir, en einnig hafa borist fregnir af ferðamönnum sem hafast að næturlangt við skóla og á bílastæðum. Í gær fréttist svo af ferðamanni sem kveikti í sinu í Borgarfirði eftir að hafa lagt eld að klósettpappír sem hann hafði þrifið sig með eftir að hafa gengið örna sinna.

Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Gullfoss Kaffi, sagði í samtali við mbl.is að Ísland hefði verið markaðssett þannig að það þurfi ekki að borga fyrir neitt hérna. Ennfremur hefur Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, bent á að víðsvegar á netinu sé að finna umfjallanir um Ísland sem hvetja til þess að fólk leggi bílum sínum og hafist við næturlangt hvar sem er en því fylgja væntanlega aðrar mannlegar þarfir. Meðal þess sem segir á einni síðunni er: „Í lok ferðarinnar leið mér eins og ég hefði átt í miklum samskiptum við náttúruna í þeim skilningi (hvernig orða ég þetta varlega?) Ég pissaði í hvert einasta skúmaskot Íslands.“

Þurfum að skilja að Róm verður ekki byggð á einum degi

„Á undanförnum árum hefur ferðaþjónustan vaxið mjög ört og slíkum snöggum vexti fylgja, held ég, alltaf ákveðnir vaxtarverkir og áskoranir. Þegar vöxturinn er mjög ör, þá gefst kannski ekki tími til að bregðast við alltaf og ævinlega á þeim hraða sem þyrfti.“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og bætir við að halda þurfi áfram á þeirri braut að horfa til langs tíma og vera ekki föst í viðbragðsstöðu heldur setja langtímamarkmið og áætlanir. „Fjárveitingar þurfa að vera ákveðnar með raunsæjum hætti en um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því að Róm verður ekki byggð á einum degi.“ segir Ólöf. Hún segist ekki geta sagt til um hversu mikið fé þurfi að leggja í innviði til þess að standast álag á ferðamannastaði en það séu umtalsverðar fjárfestingar sem þurfi að ráðast í. Jafnframt að hið opinbera þurfi að einbeita sér að ferðaþjónustunni og koma með öflugum hætti að verkefnum sem snúa að henni.

Barnið vex en brókin ekki

„Það er ólíðandi að ferðamenn nýti sér ekki þá aðstöðu sem þó er fyrir hendi,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar en hann segir að þó að fjárveiting til uppbyggingar á ferðamannastöðum sem kom til nú í maí, hafi verið jákvætt fyrsta skref, þá sé verk að vinna og betur megi ef duga skal.

Skapti Örn segir að fjölgun ferðamanna í ár hafi verið enn meiri en búist var við og ljóst sé að stóraukið fé þurfi í uppbyggingu innviða. „Barnið vex en brókin ekki, ferðamönnum er að fjölga um 30% á þessu ári en undanfarin ár hefur aukningin verið um og yfir 20%. Aðrar ferðaþjónustuþjóðir horfa fram á 4-5% fjölgun á ári,“ segir Skapti Örn. Hann tekur ekki undir orð Ástdísar um að markaðssetning hafi verið með þeim hætti að hér geti ferðamenn gert eins og þeim sýnist án þess að borga krónu fyrir. Það sé ekki verið að markaðssetja Ísland á þann hátt. Hins vegar sé þjóðin ung ferðaþjónustuþjóð og verið sé að takast á við þær áskoranir sem fylgi eins örri fjölgun ferðamanna á litlum tíma.

Ekki fyrir hvern sem er

„Það er á einhverjum misskilningi byggt að Ísland sé markaðssett ókeypis og við könnumst ekki við það,“ segir Inga Hlín, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir að Íslandsstofa vinni náið með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að markaðssetningu erlendis og unnar hafi verið grunnstoðir í markaðssetningu með um 400 ferðaþjónustuaðilum. Undanfarin ár hafi sjónum sérstaklega verið beint að Íslandi yfir vetrartímann. Markhópurinn sem sóst er eftir í umræddum grunnstoðum er ekki hver sem er, heldur fólk á aldrinum 20-65 ára sem er með tekjur og menntun yfir meðallagi og hefur áhuga á því að ferðast sjálfstætt, að sögn Ingu Hlínar.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...