Eileiþía og Remek samþykkt

AFP

Íslenskar stúlkur mega ekki heita Eileithyia. Þær mega hins vegar fá nafnið Eileiþía. Beiðni um báða rithættina barst mannanafnanefnd. 

Samkvæmt gögnum Þjóðskrár þá ber engin kona nafnið Eileithyia í þjóðskrá sem uppfyllir skilyrði mannanafnanefndar varðandi hefð. Nafnið kemur ekki fyrir í manntölum frá 1703–1910. Það telst því ekki vera hefð fyrir nafninu Eileithyia. En vegna þess máls hefur mannanafnanefnd ákveðið að úrskurða nafnið Eileiþía á mannanafnaskrá sem eiginnafn.

Á síðasta fundi mannanafnanefndar, 9. júlí, var einnig tekin fyrir beiðni um nafnið Remek. Niðurstaða nefndarinnar var sú að nafnið tekur íslenskri beygingu í eignarfalli, Remeks og telst að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn. Nafnið er því samþykkt og fært á mannanafnaskrá. 

Þá samþykkti nefndin einnig kvenmannsnafnið Ilse. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert