Þrjú hótel við Laugaveg verða stækkuð

Hægra megin á myndinni má sjá útlínur Hótel Öldu. Laugavegur …
Hægra megin á myndinni má sjá útlínur Hótel Öldu. Laugavegur 70 er til vinstri við hótelið. Það hús verður hækkað og endurbyggt. Teikning/Adamsson ehf arkitektar/Birt með leyfi

325 hótelherbergi munu á næstunni bætast við á Laugaveginum í Reykjavík. Unnið er að stækkun þriggja hótela við götuna og eru tvö til viðbótar í byggingu.

Þá er stórt hótel í undirbúningi í nágrenninu sem ekki hefur verið sagt frá í fjölmiðlum. Fjárfestar munu greina frá því verkefni í haust.

Hótelin þrjú sem verða stækkuð eru Hótel Alda, CenterHótel Skjaldbreiður og CenterHotel Miðgarður. Fjallað er um stækkun Hótels Öldu í Morgunblaðinu í dag en alls fjölgar herbergjum á hótelunum þremur um rúmlega 150. Til samanburðar eru 209 herbergi á Hótel Sögu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert