Ártúnsbrekka lokuð í austurátt

Unnið er að því að koma bílnum á réttan kjöl …
Unnið er að því að koma bílnum á réttan kjöl og hreinsa burt möl sem hann flutti. mbl.is/Árni Sæberg

Lokað hefur verið fyrir umferð í Ártúnsbrekku til austurs vegna umferðaróhapps, en stór vöruflutningabíll fór þar á hliðina á níunda tímanum í morgun. 

Bíllinn þverar veginn og má búast við því að lokunin vari í um þrjá klukkutíma á meðan hreinsun á sér stað.

Bílstjórinn var fluttur á slysadeild en ekki er vitað um meiðsl hans.

Það mun taka nokkurn tíma að koma bílnum aftur á réttan kjöl, en töluverður viðbúnaður er á staðnum. Að sögn sjónarvotta virðist sem bíllinn hafi flutt einhvers konar sand eða möl, sem nú þekur talsverðan hluta vegarins. Þá mun löng bílaröð hafa myndast upp Stekkjarbakka að Höfðabakka og eru þar nokkrar tafir á umferð.

Í tilkynningu á vef Strætó segir að seinkun gæti orðið á vögnum fyrirtækisins, enda þurfi þeir að aka aðra leið að Ártúni en vaninn er vegna slyssins.

Flutningabifreið fór á hliðina rétt í þessu á Vesturslandsvegi í Ártúnsbrekku, á leið austur (upp Ártúnsbrekku). Bifreið...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Saturday, July 25, 2015
Ljósmynd/Ingþór Ingólfsson
mbl.is

Bloggað um fréttina