„Ég er kynsegin“

Alda Villiljós er kynsegin.
Alda Villiljós er kynsegin. Styrmir Kári

Alda Jónsdóttir eða Alda Villiljós er baráttumanneskja fyrir kynsegin fólk (e. gender queer eða non-binary) á Íslandi, fólk sem hvorki vill flokka sig sem karl eða konu heldur hvorugkyn eða bæði í einu. Kynsegin er orð sem Alda heyrði fyrir stuttu og fannst það vera góð þýðing fyrir ensku orðin gender queer eða non-binary, sem eru orð yfir hvorugkyn. Orðið sé í raun regnhlífarhugtak fyrir alla sem skilgreini sig ekki bara karlkyns eða kvenkyns.

Alda var skráð kvenkyns við fæðingu en upplifir sig ekki sem konu, heldur einmitt hvorugkyns. Eflaust eru margir sem hafa ekki heyrt um þetta áður en Alda segir að mikið sé um fólk á sama reki sem finni sig ekki í því kyni sem það líffræðilega er.

Alda hefur búið bæði í London og Svíþjóð og segir mun auðveldara að tala um sig sem hvorugkyn þar vegna þess að bæði tungumálin séu ekki eins kynjuð og íslenska. Eftir að Alda flutti hingað heim aftur var því ráðist í að finna nýtt persónufornafn á íslensku sem hægt væri að nota um sig. Úr varð orðið hán sem Alda og vinur hennar Reynir Örn settu saman. „Orðið er nokkurs konar samsetning af bæði hann og hún en nær samt að hljóma algerlega öðruvísi svo það fer ekki á milli mála að þetta er allt annað fornafn en hvoru tveggja,“ segir hán. Fornafnið beygist hán, hán, háni, háns, líkt og hvorugkyns orð, og myndu lýsingarorð sömuleiðis beygjast í hvorugkyni. 

En hvenær varð hán þess vart að kynjaímynd þess væri önnur? „Ég byrjaði að velta þessu fyrir mér þegar ég bjó úti í London. Ég vissi að það væri til eitthvað sem héti gender queer eða það sem ég vil kalla kynsegin á íslensku en ég hafði aldrei hitt neinn eða talað við neinn sem skilgreindi sig þannig,“ segir Alda. Hán segir að á tímabili hafi hán fengið nóg af því að vera kvenkyns svo hán skilgreindi sig sem karlkyns í smá tíma. „Ég prófaði það og mátaði það við mig og vildi athuga hvort það virkaði betur en ég komst að því að það virkaði ekki betur.“ Þá notaði Alda nafnið Patrekur Leó en notar það þó ekki í dag.

„Kynjarammarnir utan um það að vera annaðhvort karl eða kona eru orðnir svo litlir. Það er búið að þrengja svo mikið að að það passar enginn í þessa ramma lengur,“ segir Alda.

Magnaða frásögn Öldu má finna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Alda vill að fólk noti persónufornafnið hán um sig og …
Alda vill að fólk noti persónufornafnið hán um sig og annað fólk í sömu sporum. Styrmir Kári
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert