Gengið í gleði á Seyðisfirði

Víðar á landinu hefur verið blásið til Gleðigöngu í dag en í Reykjavík. Þannig tóku rúmlega eitt hundrað manns þátt í gleðigöngu á Seyðisfirði. Mikil stemning var í göngunni.

Þetta er í annað sinn sem Gleðiganga fer fram á Seyðisfirði en sú var einnig raunin í fyrra. Þá mættu hins vegar aðeins þrír. Þátttakan hefur því aukist mjög á milli ára.

mbl.is