Lærði að spila upp á nýtt

Gunnlaugur þurfti nánast að breyta öllum grunnatriðum í gítarleik sínum …
Gunnlaugur þurfti nánast að breyta öllum grunnatriðum í gítarleik sínum þegar hann hóf framhaldsnám.

„Ég tók mér árs frí eft­ir námið í Man­hatt­an School of Music til að und­ir­búa mig fyr­ir inn­töku­próf­in en þau eru langt ferli,“ seg­ir Gunn­laug­ur Björns­son, eða Gulli eins og hann er kallaður, sem hef­ur í haust meist­ara­nám í Yale School of Music í klass­ísk­um gít­ar. 

Gunn­laug­ur lærði fyrst á gít­ar í Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Hann hlaut svo styrk til B.Mus-náms í Man­hatt­an School of Music og lauk hann gráðu þaðan með sóma vorið 2014, en hann fékk afhent Andrés Segovia Award fyrir framúrskarandi árangur við útskrift. Í des­em­ber 2014 var svo um­sókn­ar­frest­ur í meist­ara­nám í flest­um skól­um í Banda­ríkj­un­um. Inn­töku­ferlið í skól­ann sem hann valdi var langt og strangt. 

„Fyrst þurfti ég að senda inn um­sókn, fer­il­skrá og lög sem ég ætlaði að spila. Síðan velja pró­fess­or­arn­ir úr um­sókn­un­um þá sem fá að koma í inn­töku­próf í fe­brú­ar. Þar færð þú að spila í 10-15 mín­út­ur og þeir dæma þig á meðan. Þú þarft meðal ann­ars að senda pró­fess­or­un­um 40 mín­útna mynd­band þar sem þú ert að spil­a mjög krefjandi lög­. Síðan ef þú ert valinn í inntökpróf þá færðu þú nót­ur send­ar af tón­verki og hef­ur þrjár vik­ur til þess að læra það. Það var sér­stak­lega erfitt,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Fáir kom­ast inn í námið í Yale School of Music og mörg­um finnst það strembið að vera í inn­töku­próf­um á meðan þeir eru ennþá í námi. Gunn­laug­ur hins veg­ar tók sér árs frí eft­ir B.Mus-námið og hafði því tíma til að und­ir­búa sig. 

Vinsæll skóli fyrir gítarleikara

Yale School of Music er um tíu ára gam­all sjálf­stæður tón­list­ar­skóli inn­an hins aldagamla Yale-há­skóla. Um 180 nem­end­ur eru í skól­an­um og út­skrif­ar skól­inn nem­end­ur með meist­ara- og doktors­gráðu í tónlist auk þess sem hægt er að fá svo­kallað Art­ist Diploma. Eng­inn Íslend­ing­ur hef­ur stundað nám við skól­ann áður. Hann er sérstaklega eft­ir­sókn­ar­verður á meðal gít­ar­leik­ara í Banda­ríkj­un­um því hann er eini skól­inn sem veit­ir full­an skóla­styrk til nem­enda í Masternámi í gít­ar­leik. Auk fulls skóla­styrks hlaut Gunn­laug­ur Ful­bright styrk sem gagn­ast hon­um einnig.

Gunn­laug­ur mun hefja meist­ara­nám við skól­ann en hef­ur ekki ákveðið hvað muni svo taka við. „Það er góða spurn­ing­in, ég fékk Ful­bright styrk og verð að koma heim í tvö ár að loknu námi. Það kem­ur líka til greina að bæta við sig Art­ist Diploma eða jafn­vel doktors­námi en ekk­ert er þó ákveðið ennþá.“

„Síðan er maður að fara á stað þar sem eru marg­ir flink­ir hljóðfæra­leik­ar­ar og ég fæ að kynn­ast fólki sem get­ur opnað fyr­ir mann dyr. Draum­ur­inn er að fá að spila á hátíðum út um all­an heim, fá að ferðast og sýna tón­list­ina sína.“

„Síðan er mögu­leiki í Banda­ríkj­un­um að taka þátt í gít­ar­keppn­um og svo­leiðis. Ef maður nær góðum ár­angri í þeim get­ur það verið stökkpall­ur,“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Hljómfræðikennsla á ensku ekki slæm hugmynd

Í sum­ar hef­ur Gunn­laug­ur und­ir­búið sig fyr­ir námið í haust og unnið með skap­andi sum­ar­hóp­um í Kópa­vogi. Þar hef­ur hann ásamt fé­laga sín­um unnið að því að gera sjón- og hljóðlista­verk. Fé­lagi minn vann að því að gera sjón­ræn víd­eó við tónlist sem ég samdi. Ég lærði svo­lítið í kvik­mynda­tónlist í Banda­ríkj­un­um og samdi þannig tónlist. Við gerðum svo níu lög og níu mynd­bönd við þau og ætl­um að sýna þau á tón­leik­um á miðviku­dag,“ seg­ir Gunn­laug­ur. 

Aðspurður hvernig tón­listanám á Íslandi hafi und­ir­búið hann fyr­ir nám er­lend­is seg­ir hann það hafa kennt sér margt. „Námið var nokkuð góður und­ir­bún­ing­ur, sér­stak­lega hvað varðar form­lega tón­list­ar­kennslu. En það eru nokkr­ur hlut­ir sem var ábóta­vant, til dæm­is bók­lega kennsl­an. Maður er meðal ann­ars í sjö ára tón­fræðinámi sem gaf mér lítið því ég lærði allt á ís­lensku. Þegar ég fór í stöðupróf á ensku þá var allt mjög ruglandi varðandi hugtök. Hljómfræðikennsla á ensku, fyrir nemendur í framhaldsnámi, væri ekki slæm hugmynd held ég,“ seg­ir Gunn­laug­ur og bæt­ir við að fyrsta vet­ur­inn sinn í Man­hatt­an School of Music hafi einnig verið krefj­andi þar sem hann hafi nán­ast þurft að læra að spila á gít­ar upp á nýtt. 

„Áður en ég fór út spilaði ég alltaf mikið en ég hafði ekki lært hvernig maður á að bera lík­amann og hugsa um lík­amann sem tón­list­armaður. Ef maður spil­ar of mikið þá get­ur maður meitt sig eða reynt of mikið á sig. Kennarinn minn kenndi mér eiginlega að spila upp á nýtt, hann straujaði mig al­veg. Sagði að ég væri kominn að vegg og til að bæta mig þyrfti ég að breyta flestum grunnatriðum. En það skilaði sér klárlega. Ég var aðeins feng­inn til þess að hugsa: Hvers vegna spila ég svona? Hvernig spil­ar maður best?“ seg­ir Gunn­laug­ur.

Gunnlaugur eins og honum líður best: Með gítarinn.
Gunnlaugur eins og honum líður best: Með gítarinn.
mbl.is