Rannsókn flugslyss miðar vel

Flak vélarinnar var híft upp á vörubíl í gær sem …
Flak vélarinnar var híft upp á vörubíl í gær sem flutti það til Reykjavíkur. mbl.is/Skapti

Ragnar Guðmundsson, rannsakandi hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að það komi sterklega til greina að birta bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyss í Barkárdal á Tröllaskaga eftir mánuð. Slíkt sé stundum gert en Ragnar áréttar að engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt.

Í undantekningartilfellum gefum við út bráðabirgðaskýrslu um mánuði eftir að slys á sér stað en það er ekki búið að taka neina ákvörðun um hvort það verði gert en það kemur sterklega til greina,“ segir Ragnar við mbl.is.

Að sögn Ragnars gengur rannsókn vel. „Vettvangsrannsókn lauk í gær um miðjan dag og í kjölfarið var farið að vinna að því að ná flakinu burt. Flakið var síðan keyrt til Reykjavíkur í nótt, þannig að vettvangsrannsókn er í raun lokið. Rannsakandi er ennþá á Norðurlandi í gagnaöflun,“ segir hann.

Spurður út í aðgengi að slysstað segir Ragnar: „Aðgengið var afar erfitt. Barkárdalur er afdalur af Hörgárdal og þar er enginn vegur eða neitt slíkt. Í rauninni er einungis jeppaslóði í dalsmynninu og síðan ekkert meira. Það var því ekki fært á slysstað með búnaðinn okkar nema í þyrlu.“

Frá slysstað.
Frá slysstað. Mynd/Langhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert