Fékk gögnin afhent eftir tvö og hálft ár

Ingunn hyggst skrifa greinar um villur í lyfjagagnagrunninum.
Ingunn hyggst skrifa greinar um villur í lyfjagagnagrunninum. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Tveggja og hálfs árs baráttu Ingunnar Björnsdóttur, lyfjafræðings og dósents við Oslóarháskóla, fyrir aðgangi að ýmsum gögnum um gæðaúttekt á lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins er lokið.

Embættið afhenti henni gögnin síðastliðinn föstudag, aðeins sólarhring eftir að embættið fékk í hendur úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) en nefndin úrskurðaði Ingunni í vil í júlílok. ÚU hefur nú úrskurðað fjórum sinnum vegna málsins sem hefur staðið yfir frá janúar 2013.

,,Ég var eiginlega orðlaus þegar fundi mínum hjá landlækni var lokið,“ segir Ingunn í samtali við Morgunblaðið. Hún hefur nú þegar hafist handa við að greina gögnin í því augnamiði að skrifa fræðigrein um villur í gagnagrunninum en að hennar sögn er mikil vinna framundan. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kveðst hún afar ánægð með þessi málalok.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »