Björt framtíð fundar í kvöld

Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir.
Guðmundur Steingrímsson og Heiða Kristín Helgadóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Félagsmenn Bjartrar framtíðar koma saman til fundar í kvöld þar sem meðal annars stendur til að ræða stöðu flokksins. Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins, mun meðal annars leggja til breytingartillögu sem snýr að því hvernig valið verður í forystu flokksins á ársfundinum í september.

Frétt mbl.is: „Þú gerir ekki rassgat einn“

Unnsteinn Jóhannsson, upplýsingafulltrúi flokksins, segir félagsmenn hafi rætt mikið saman síðustu daga, aðallega í gegnum internetið.

„Nú er kominn tími til að hittast og ræða málin meðal vina og taka stöðuna. Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir okkur til að koma saman og ræða málin,“ segir hann í samtali við mbl.is og bætir við að margir félagsmenn séu spenntir fyrir því að hittast og spjalla saman.

Björt framtíð mælist nú með 4,4% fylgi, miðað við nýjustu könnun MMR. Þegar niðurstaða könnunarinnar lá fyrir lýsti Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður flokksins, því yfir að hún sé tilbúin að taka við formannsembættinu af Guðmundi ef svo ber undir.

Frétt mbl.is:

Vill ekki taka þátt í formannsslag

Formaður meti stöðu sína

Tilbúin að taka við Bjartri framtíð

Björt framtíð glímir við forystukreppu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert