MR vill fá 10. bekkingana

Frá skólasetningu MR í gær.
Frá skólasetningu MR í gær. mbl.is/Styrmir Kári

Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, hefur farið þess á leit við borgaryfirvöld að skólinn fái að taka inn nemendur ári fyrr, þ.e. eftir að þeir hafa lokið 9. bekk, og síðan taki við þriggja ára framhaldsskólanám.

Skólinn er annar tveggja framhaldsskóla á landinu sem enn bjóða upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs og verði af því að MR taki inn nemendur fyrr verður nám við skólann áfram fjögur ár. Að öðrum kosti verður það þrjú ár.

Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir þessa tillögu rektors MR ekki hafa verið tekna fyrir formlega í ráðinu og segir að sér sé ekki kunnugt um að aðrir framhaldsskólar í Reykjavík hafi komið formlega fram með viðlíka hugmyndir. „Mér finnst spennandi að skoða allar hugmyndir um aukinn sveigjanleika í kerfinu, allt snýst þetta um að ná því besta út úr hverjum og einum nemanda,“ segir Skúl

Hinn skólinn er Menntaskólinn á Akureyri og þar verður boðið upp á þriggja ára nám frá og með næsta hausti. Undanfarin tíu ár hafa um 20 nemendur úr 9. bekk átt þess kost á hverju ári að hefja nám í MA, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina