Segir svigrúm til lækkunar

IKEA á Íslandi kallar eftir samstöðu um lækkun vöruverðs í …
IKEA á Íslandi kallar eftir samstöðu um lækkun vöruverðs í landinu. mbl.is/Eyþór Árnason

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð í verslun sinni um 2,8% og Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að þrjár meginástæður liggi til grundvallar ákvörðuninni.

Í fyrsta lagi hafi gengi íslensku krónunnar gagnvart evru styrkst töluvert og það geri innflutning til landsins í flestum tilvikum hagstæðari. Í öðru lagi hafi kjarasamningar sem undirritaðir voru fyrr á árinu reynst skaplegri en stefndi í á tíma og í þriðja lagi hafi velta í tengslum við aukinn ferðamannastraum styrkt flesta þætti verslunar í landinu langt umfram það sem menn hefðu getað gert sér í hugarlund.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag skorar Þórarinn á verslunina í landinu að fylgja fordæmi IKEA enda búi eigendur hennar í flestum tilvikum við sömu efnahagslegu aðstæður og ábyrgðin sé sameiginleg um að koma í veg fyrir að hleypa verðbólgunni á fullan skrið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »