Skoða aðalskipulagið með vindmyllur í huga

Vindmyllur rísa í Þykkvabæ.
Vindmyllur rísa í Þykkvabæ.

Rangárþing ytra hefur komið á fót sérstakri nefnd sem hefur það verkefni að meta og fjalla um áherslur sveitarfélagsins í vindorkumálum og þá með hvaða hætti skipulagsmálum verði háttað.

Nefndin mun m.a. kortleggja hvar hægt sé að reisa vindmyllur í sveitarfélaginu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Núna eru tvær vindmyllur á vegum Biokraft starfræktar í Þykkvabæ og Landsvirkjun er með tvær vindmyllur norðan við Búrfellsvirkjun. Hugmyndir hafa verið uppi hjá Landsvirkjun um að fjölga vindmyllunum um tugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »